„Jóhannes úr Kötlum“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Pallisvans (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Pallisvans (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
Jóhannes stundaði nám við lýðskólann í Hjarðarholti 1914 - 1916. Tók kennarapróf 1921 og var kennari frá 1917 til 1932. Hann stundaði síðan eingöngu ritstörf, fyrst í Reykjavík, síðan í Hveragerði, en aftur í Reykjavík frá 1959 og til æviloka. Hann var formaður Félags byltingarsinnaðra rithöfunda 1935 til 1938. Dvaldist sumurin 1939 og 1940 á Kili sem eftirlitsmaður sauðfjársjúkdómanefndar. Jóhannes var alþingismaður Reykvíkinga 1941. Þá var hann umsjónarmaður við Skagfjörðsskála Ferðafélags Íslands í Þórsmörk á sumrum 1955 til 1962.
Jóhannes úr Kötlum var eitt helsta skáld sinnar samtíðar og mjög afkastamikill höfundur. Eftir hann liggja 20 ljóðabækur, 5 skáldsögur, hann þýddi fjölda bóka, ritaði greinar í blöð og tímarit og flutti erindi um stjórnmál og menningarmál. Fyrsta ljóðabók hans kom út 1926 og nefndist Bí, bí og blaka og sú síðasta Ný og nið kom út 1970. Ljóð hans eru mjög fjölbreytt að efni og formi, allt frá barnaljóðum, baráttuljóðum og ættjarðarljóðum í hefðbundnum stíl til módernisma. Náttúran á sterk ítök í ljóðum hans og er oft nátengd tilfinningum og lífsviðhorfum Jóhannesar. Hann var alls staðar þátttakandi, hafði ríka réttlætiskennd og var einarður í skoðunum.
Jóhannes úr Kötlum hlaut 2. verðlaun fyrir hátíðarljóð sín á Alþingishátíðinni 1930 og 1. verðlaun fyrir [http://servefir.ruv.is/1944/sida4.htm/ Lýðveldishátíðarljóð] sitt 1944. Þá hlaut hann '''Silfurhestinn''', bókmenntaverðlaun gagnrýnenda dagblaðanna 1971 fyrir bókina Ný og nið, en sú bók var sama ár tilnefnd til [http://www.norden.org/nr/pris/lit_pris/is/index.asp/ Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs], en Jóhannes lést áður en verðlaununum var úthlutað. Jóhannes úr Kötlum var heiðursfélagi Rithöfundafélags Íslands.