Munur á milli breytinga „Austurríki“

ekkert breytingarágrip
(Talsverðar orðalagsbreytingar og þar sem talað er um þýska ríkið fyrir 1806 breytti ég því í hið heilaga rómverska keisaradæmi sem er rétta heitið a.m.k. ef miðað er við ensku Wikipediu.)
símakóði = 43 |
}}
'''Austurríki''' (opinberlega '''Lýðveldið Austurríki'''; [[þýska]] ''Republik Österreich'') er landlukt ríki í [[Mið-Evrópa|Mið-Evrópu]] með um 8,5 milljónir íbúa ([[1. janúar]] [[2015]]. Landið er [[sambandslýðveldi]] níu sambandsríkja. Höfuðborg þess er [[Vín (Austurríki)|Vín]]. Hálendi [[Alparnir|Alpafjallanna]] einkennir landslag Austurríkis en í norðri og suðri eru [[Bæheimsskógur]] og [[Pannóníska sléttan]]. Austurríki var um aldir hluti af hinu [[heilaga rómverska ríkið|heilaga rómverska keisaradæmis]] en varð að keisaradæminu Austurríki-Ungverjalandi við upplausn þess í byrjun 19. aldar. Þegar [[Prússland]] hafði forgöngu um að sameina þýsku ríkin í keisaradæmið Þýskaland síðla á [[19. öldin|19. öld]] stóð Austurríki utan þess. Austurríki er nú aðildarríki að [[NATO]] og er meðlimur [[Evrópusambandið|Evrópusambandsins]].
 
== Lega og lýsing ==
 
=== Uppgangur Habsborgara ===
Á tímum Babenberg-ættarinnar var landið rutt og þar myndaðist heildstætt samfélag. Babenberg-ættin réð einnig Bæjaralandi og voru bæði greifadæmin undir sömu stjórn. En [[1156]] aðskildi [[Friðrik Barbarossa]] keisari bæði löndin og breytti Austurríki í hertogadæmi. Með þessum gjörningi hófst saga Austurríkis sem eigið landsvæði innan hins [[heilaga rómverska ríkið|heilaga rómverska keisaradæmis]], enda var það þá laustengt sambandsveldi margra hertogadæma. Fyrsti hertoginn hét [[Hinrik Jasormimgott|Hinrik]], með viðurnefnið Jasormimgott. Hann gerði borgina Vín að aðsetri sínu, en síðan þá hefur Vín verið höfuðstaður Austurríkis. Á tíma Hinriks hertoga varð Steiermark hluti af Austurríki en einnig landsvæði sem í dag eru hluti af Slóveníu. Þegar Friðrik II hertogi féll í orrustu [[1246]], dó Babenberg-ættin út. Þá hófst valdabarátta um héraðið, sem var nokkurn veginn stjórnlaust næsta áratuginn. Ottókar II, konungur [[Bæheimur|Bæheims]], náði völdum [[1256]] en hann féll í orrustu [[1278]] gegn [[Rúdolf I (HRR)|Rúdolf af Habsborg]]. Þar með náði Habsborgarættin völdum í Austurríki sem ríkjandi hertogar og héldu þeim í 640 ár, allt til 1918.
 
=== Erkihertogadæmið ===