Munur á milli breytinga „Armed Forces Radio and Television Service Keflavik“

m
[[1959]] lögðu tveir þingmenn [[Alþýðubandalagið|Alþýðubandalagsins]] fram tillögu um lokun sjónvarpsstöðvarinnar en hún var ekki samþykkt. [[1961]] sótti stöðin um að útsendingarstyrkur yrði aukinn úr 50w í 250w og var það leyfi veitt [[17. apríl]]. Þegar stöðin jók útsendingastyrk sinn árið eftir kom málið aftur upp á alþingi. Þingmaður [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokksins]] gagnrýndi þá að utanríkisráðherra hefði veitt erlendri sjónvarpsstöð í reynd [[einokun]]arstöðu í sjónvarpsútsendingum á Íslandi. Málið varð enn sárara þar sem ekki hafði enn tekist að koma á fót íslensku sjónvarpi þrátt fyrir umræður um nauðsyn þess í meira en áratug. [[Danska ríkisútvarpið]] hóf t.d. sjónvarpsútsendingar árið [[1951]].
 
Deilan hlóð upp á sig eftir þetta og [[13. mars]] árið [[1964]] birtu sextíu þekktir Íslendingar grein þar sem skorað var á íslensk stjórnvöld að takmarka útsendingar stöðvarinnar. Andstæðingar stöðvarinnar höfðu meðal annars áhyggjur af því að íslensk ungmenni myndu taka upp ameríska menningu og jafnvel glata [[íslenska|íslenskunni]]. Ýmsir urðu þó til að koma „Kanasjónvarpinu“Keflavíkursjónvarpinu til varnar og yfir 14.000 manns skrifuðu undir [[undirskriftalisti|undirskriftalista]] þar sem þess var óskað að stöðin fengi áfram að senda út á Íslandi.
 
==Takmörkun sjónvarpsútsendinga==
43.484

breytingar