„Armed Forces Radio and Television Service Keflavik“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 22:
 
==Takmörkun sjónvarpsútsendinga==
Þegar Ríkissjónvarpið hóf útsendingar árið [[1966]] kom fram sú skoðun framleiðenda sjónvarpsefnis í Bandaríkjunum að stöðinsjónvarpsstöð varnarliðsins ætti að greiða sambærileg gjöld fyrir útsendingu á aðkeyptu efni þar sem áhorfendahópurinn á Íslandi væri stærri en sem næmi varnarstöðinni sjálfri. Í framhaldi af því óskaði flotaforinginn eftir því við íslensk stjórnvöld að dregið yrði verulega úr útsendingarstyrk stöðvarinnar þannig að hann takmarkaðist við stöðina og næsta nágrenni hennar. [[15. september]] [[1967]] voru svo sjónvarpsútsendingar takmarkaðar þannig að þær náðust aðeins á Suðurnesjum og sunnanverðum Hafnarfirði. Dagskrá stöðvarinnar var t.d. birt í héraðsblöðum á Suðurnesjum til [[1972]]. Þannig héldu útsendingar áfram til [[1974]] þegar allar sjónvarpsútsendingar stöðvarinnar voru færðar í kapalkerfi.
 
Í [[nóvember]] 1974 urðu miklar deilur á þingi um [[þingsályktunartillaga|þingsályktunartillögu]] [[Albert Guðmundsson|Alberts Guðmundssonar]] sem fjallaði meðal annars um að opna bæri fyrir útsendingar Keflavíkursjónvarpsins. Tillagan var felld með 40 atkvæðum gegn 5 og þannig ljóst að þverpólitísk samstaða var um einkarétt Ríkisútvarpsins til sjónvarpsútsendinga.