Munur á milli breytinga „Armed Forces Radio and Television Service Keflavik“

m
ekkert breytingarágrip
m
[[Image:Navy broadcasting keflavik.png|thumb|right|Merki af póstkortum sem send voru frá útvarpsstöðinni til útvarpsáhugamanna sem létu vita af móttöku útvarpsmerkis.]]
'''Armed Forces Radio and Television Service Keflavik''' eða '''AFRTS Keflavik''' (áður '''Radio TFK''') eða '''Kanaútvarpið/Kanasjónvarpið''' eða '''Keflavíkursjónvarpið''', eins og það var almennt nefnt af [[Ísland|Íslendingum]], var [[útvarp]]sstöð [[Varnarliðið á Íslandi|Varnarliðsins]] á [[Keflavíkurstöðin]]ni á [[Suðurnes]]jum. Stöðin hóf útsendingar á [[miðbylgja|miðbylgju]] með 25 [[wött|watta]] styrk í [[nóvember]] [[1951]] og fékk síðan leyfi íslenskra stjórnvalda til reksturs útvarpsstöðvar allan sólarhringinn í [[maí]] [[1952]] um leið var krafturinn aukinn í 250 wött og var stöðin alla tíð ein sú öflugasta á stóru svæði kringum Ísland. Áður hafði [[Bandaríkjaher]] rekið útvarpsstöð við [[Keflavíkurflugvöllur|Keflavíkurflugvöll]] í [[Síðari heimsstyrjöldin]]ni. Stöðin var hluti af útvarpsnetinu [[Armed Forces Network]] sem starfar á herstöðvum Bandaríkjamanna um allan heim. Stöðin starfaði frá [[1951]] til [[2006]] þegar Keflavíkurstöðinni var lokað. Frá [[1974]] voru útsendingarnar um [[kapalsjónvarp|kapal]]. Rekstraraðili stöðvarinnar var ''Navy Media Center (NMC) Broadcasting Detachment'' í Keflavík.
 
 
==Sjónvarpsútsendingar==
[[Image:AFRTS.png|thumb|right|Merki AFRTS]]
[[1954]] sótti stöðin um og fékk leyfi til [[sjónvarp]]sútsendinga [[4. mars]] [[1955]]. Sent var út á [[tíðni]]nni 108-186 [[Hz]] og sent út í 345° geisla. Þetta voru fyrstu sjónvarpsútsendingar frá Íslandi, ellefu árum áður en [[Ríkissjónvarpið]] hóf útsendingar. Leyfið var háð þeim skilyrðum að styrkur útsendingarinnar væri bundinn við 50 wött og reynt að beina geislanum að stöðinni sjálfri. Vegna þess að málið var ekki talið snerta íslenska hagsmuni bar [[Kristinn Guðmundsson]] [[utanríkisráðherra Íslands|utanríkisráðherra]] málið ekki undir [[Alþingi]].
 
43.443

breytingar