„Valéry Giscard d'Estaing“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Valéry Giscard d’Estaing''', oft kallaður '''Giscard''' eða '''VGE''', fæddur 2. febrúar [[1926]] í [[Koblenz]] í [[Þýskaland|Þýskalandi]] er franskur stjórnmálamaður. Hann var [[Forseti Frakklands|forseti]] [[Frakkland|Frakklands]] á árunum [[1974]] til [[1981]].
 
Hann var fjármálaráðgjafi áður en hann var fyrst kjörinn á þing [[Fjórða franska lýðveldið|fjórða franska lýðveldisins]] árið [[1956]], ríkisritari fjármála á árunum [[1959]] til [[1962]] og fjármálaráðherra í forsetatíð [[Charles de Gaulle]] [[1962]] til [[1966]] og síðan aftur í forsetatíð [[Georges Pompidou]] [[1969]] til [[1974]]. Giscard d’Estaing var leiðtogi Sjálfstæðra Repúblikana sem mynduðu stjórnarbandalag við [[Gaullismi|Gaullista]] í þessum ríkisstjórnum.
 
Giscard d’Estaing var kjörinn forseti Frakklands árið [[1974]] með 50,81 % atkvæða gegn vinstrimanninum [[François Mitterrand]]. Í forsetatíð sinni lét Giscard d’Estaing lækka kosningaaldur Frakka niður í átján ár, lögleiddi fóstureyðingar og hjónabandsskilnaði með gagnkvæmu samþykki hjúa og nam úr gildi rétt forsetans til að fara fram á símahleranir. Í utanríkismálum vann hann að evrópskum samruna ásamt kanslara [[Vestur-Þýskaland|Vestur-Þýskalands]], [[Helmut Schmidt]].