„Charles de Gaulle“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 6:
 
== Seinni heimsstyrjöldin ==
Þegar Þjóðverjar sóttu fram í [[seinni heimsstyrjöldin]]ni og höfðu komist hjá [[Sedan]] þann [[15. maí]] [[1940]] fram hjá helstu varnarlínu Frakka, var de Gaulle gerður að yfirmanni innan hersins. Þann [[28. maí]] hindraði de Gaulle framrás Þjóðverja og þáverandi forsætisráðherra Frakklands [[Paul Reynaud]] gerði de Gaulle að marskálk. Þann [[16. júní]] kom hann til [[Bordeaux]] frá [[London]] eftir að hafa reynt að semja við [[Winston Churchill]], forsætisráðherra Bretlands, og [[Bretland|bresk]] stjórnvöld um samstarf í baráttunni gegn Þjóðverjum. Þar frétti hann að [[Philippe Pétain]] leiddi nú stjórn Frakka og leitaði eftir því við Þjóðverja að koma á vopnahléi. Samdægurs ákvað hann að hann myndi ekki líða þá niðurlægingu Frakka að gefast upp fyrir Þjóðverjum. Hann sneri því aftur til London stofnaði og stýrði hreyfingunni [[Frjálst Frakkland]] á meðan á stríðinu stóð frá London fram í maí [[1943]] þegar hann flutti aðsetur sitt til [[Alsír]]. Við frelsun [[París]]ar [[25. ágúst]] [[1944]] kom hann sér fyrir á nýjan leik í skrifstofu stríðsráðuneytisins til að framlengja sögu [[Þriðja franska lýðveldið|þriðja lýðveldisins]] og lýsa yfir ólögmæti [[Vichystjórnin|Vichy-stjórnarinnar]]. Frá því starfaði hann sem forseti en sagði af sér [[20. janúar]] [[1946]] vegna ósættis um drög að stjórnarskrá fyrir [[Fjórða franska lýðveldið|fjórða lýðveldið]].
 
== Fjórða lýðveldið ==