„Karíbar“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Karíbafjölskylda á mynd eftir [[John Gabriel Stedman frá 1818.]] '''Karíbar''' eða '''Kalinagóar''' eru f...
 
ein orðalagsbreyting
 
Lína 2:
'''Karíbar''' eða '''Kalinagóar''' eru [[frumbyggjar]] [[Litlu-Antillaeyjar|Litlu-Antillaeyja]] í [[Karíbahaf]]i, sem dregur nafn sitt af þeim. Hugsanlega eru þeir afkomendur [[Kalínar|Kalína]] sem búa á norðurströnd meginlands [[Suður-Ameríka|Suður-Ameríku]], en þeir töluðu óskylt [[aravakísk mál|aravakískt tungumál]], [[injeri]].
 
Þegar [[Spánn|Spánverjar]] komu til [[Nýi heimurinn|Nýja heimsins]] voru Karíbar ríkjandi þjóð á eyjum Karíbahafsins. Þeir bjuggu á öllum [[Kulborðseyjar|Kulborðseyjum]], [[Dóminíka|Dóminíku]], og hugsanlega á syðstu [[Hléborðseyjar|Hléborðseyjum]]. Hugsanlega ruddu þeir úr vegi eða lögðu undir sig [[Aravakar|Aravaka]] sem bjuggu á eyjunum áður eftirfyrir árið 1200, af fornleifum að dæma.
 
Í upphafi nýlendutímans höfðu Karíbar orð á sér fyrir að vera herskáir og Evrópumenn héldu því fram að þeir stunduðu [[mannát]]. Fjöldi Karíba á eyjunum hrundi eftir komu Evrópumanna þangað, bæði vegna átaka, þrælahalds og sjúkdóma. Nokkur hundruð afkomendur þeirra búa enn á eyjunum og víðar og um 3000 Karíbar búa á Dóminíku. [[Svartir Karíbar]] eða [[Garífúnar]] eru afkomendur Karíba og þræla frá Afríku á eyjunni [[Sankti Vinsent]]. Síðasti Karíbinn sem talaði injeri sem móðurmál lést á [[1931-1940|4. áratug 20. aldar]].