„Georges Clemenceau“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 30:
Clemenceau fæddist þann 28. september 1841 í Mouilleron-en-Parades í Vendée inn í fjölskyldu lýðveldissinna. Hann var sonur læknis og nam sjálfur læknisfræði í París á unga aldri. Þar rak hann tímaritið ''Travail'' ásamt [[Émile Zola]] og hvatti til andspyrnu gegn einveldisstjórn [[Napóleon III|Napóleons III]]. Clemenceau fékk að dúsa í fangelsi í nokkrar vikur vegna útgáfu blaðsins.<ref>[http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4665385 Georges Benjamin Clemenceau, forsætisráðherra Frakka]. ''Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar'', 1. Tölublað (01.01.1920), Blaðsíða 21.</ref> Eftir að honum var sleppt flutti Clemenceau til [[New York]] og vann þar sem læknir og frönskukennari. Í Bandaríkjunum kynntist hann og kvæntist Bandaríkjakonunni Mary Elizabeth Plummer.<ref>''Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar'', bls. 24.</ref>
 
===Stjórnmálaferill===
Clemenceau sneri aftur til Frakklands í kjölfar [[Fransk-prússneska stríðið|fransk-prússneska stríðsins]] og var kjörinn borgarstjóri í Montmartre-hverfi í París við fall Napóleons III og stofnun [[Þriðja franska lýðveldið|þriðja franska lýðveldisins]]. Auk þess var hann forseti héraðsráðs borgarinnar við lýðveldisstofnunina og sat á þingi fyrir Róttæka lýðveldisflokkinn árin 1871 og 1876 – 1893.
 
Lína 38 ⟶ 39:
Clemenceau var stofnandi tímaritsins ''La Justice'' og samtaka um borgararéttindi auk þess sem hann vann lengi hjá dagblaðinu ''L'Aurore''. Hann tók virkan þátt í málsvörn [[Alfred Dreyfus|Alfreds Dreyfusar]] í [[Dreyfusmálið|Dreyfusmálinu]] og birti margar helstu varnarritgerðir Émile Zola í ''L'Aurore''. Hann var ákafur stuðningsmaður þess að Frakkland legði áherslu á að endurheimta héröðin Alsace-Moselle, sem [[Þýska keisaraveldið|Þýskaland]] hafði haft af Frakklandi í lok fransk-prússneska stríðsins árið 1871.
 
===Forsætisráðherra===
Árið 1902 var Clemenceau kjörinn á þing í Var-kjördæmi í suðurhluta Frakklands og var gerður að innanríkisráðherra árið 1906. Hann leit á sig sem „yfirlöggu Frakklands“ og hlaut gælunafnið „Tígrisdýrið“ eða „''le Tigre''“. Í lok ársins 1906 var hann gerður að forsætisráðherra og gegndi þeirri stöðu í þrjú ár ásamt innanríkisráðherraembættinu. Eftir að ráðherratíð hans lauk gekk Clemenceau aftur á þing og stofnaði tímaritið ''L'Homme libre'' („''Frjálsi maðurinn''“) en breytti nafni blaðsins í ''L'Homme enchaîné'' („''Hlekkjaði maðurinn''“) eftir að hafa orðið fyrir ritskoðun í byrjun [[Fyrri heimsstyrjöldin|fyrri heimsstyrjaldarinnar]].