„Napóleon Bónaparte“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 16:
Napóleon vildi byrja á því að leggja undir sig Ítalíu og Bretland. Hann vissi þó að þeir gætu ekki ráðist einir inn í Bretland en fékk Napóleon því Spánverja með sér í lið. Þeir gátu þó ekki ráðist samstundis inn í Bretland því Napóleon vissi að til þess að herferðin myndi takast þyrfti hann fyrst að ráða yfir höfunum. Hann skipaði flotaforingjanum sínum Pierre-Charles Villeneuve að lokka Nelson í burtu en hann lenti í bardaga og flúði með skipunum sínum sinn að Trafalgar en Bretar eltu þá uppi og unnu stórsigur á móti þeim. Talið er að Horatio Nelson, enski flotaforinginn, og floti hans hafi sökkt í kring um 22 frönskum og spænskum herskipum í þessari sjóorrustu sem er talin vera sú allra stærsta í Napóleonsstyrjöldunum. Orrusta þessi endaði með tapi sameinaða flota Napóleons en tryggðu Bretar sér þar með yfirburði í sjóhernaði næstu 100 árin. Eftir þessa orrustu tók Napóleon þá ákvörðun að loka öllum höfnum í Evrópu svo að varningur frá Bretum kæmist ekki þangað, með það í huga að lama útflutning Breta og eyðileggja með því efnahag þeirra. Napóleon réðst inn í Spán og tók völdin af Spánarkonungi sem var af ætt Búrbóna og fól bróður sínum, Jósef Bonaparte, krúnuna. Þar með hófst Pýreneaskagastríðið. Þetta var þó ekki eina ósættið sem hann lenti í því þegar hann setti viðskiptabannið á Breta en voru það Portúgalar og Rússar sem vildu ekki taka þátt í því. Þar með lenti Napóleon í stríði við Portúgala árið 1808 sem endaði með tapi þeirra síðar nefndu.<ref>Hart-Davis. 2009: 306-307.</ref><ref>Ganeri. 1999: 162-163.</ref>
 
Tveimur árum seinna eða í júní árið 1812 [[Rússlandsherför Napóleons|réðst Napóleon inn í Rússland]] með 700.000 manna her. Þeir komust leiðar sinnar til [[Moskva|Moskvu]] og unnu stórsigur á rússneska hernum við Borodino en þegar þangað var komið höfðu Rússar tekið allar gersemir sínar og flúið. Rússar brenndu síðan borgina og þurfti Napóleon þá að flýja með alla sína menn í átt að Póllandi. Harður vetur var í Rússlandi á þessum tíma og þoldu Frakkarnir illa kuldann. Napóleon komst loks á leiðarenda en aðeins með 20 þúsund menn með sér. Var þetta svakalegur missir fyrir Napóleon og frönsku þjóðina og stór blettur á feril Napóleons auk þess sem þetta var mjög dýrkeypt fyrir Frakkland. Napóleon lét loks undan stjórn þegar bandamenn réðust inn í Frakkland árið 1814 og var honum komið fyrir í útlegð á eyjunni [[Elba|Elbu]], í Miðjarðarhafinu. Þar fékk hann að stjórna á meðan [[Loðvík 18.]] réði ríkjum í Frakklandi. Frökkum leist illa á þennan nýja foringja og frétti Napóleon af því. Þar með ákvað hann að ferðast aftur til Frakklands til að reyna að taka völdin þar á ný og tókst honum það með prýði.<ref>Stefán Gunnar Sveinsson. 2006. „Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?“</ref>
 
Sú barátta sem steypti Napóleon endanlega af stóli var [[Orrustan við Waterloo|orrustan í Waterloo]] í Belgíu. Fyrst mætti hann prússum við bæinn Ligny, skammt frá [[Waterloo]]. Prússar voru undir stjórn [[Blücher herforingi|Blüchers herforingja]] og sigraði Napoleon í þeirri orrustu. En tveimur dögum síðar mætti Napoleon Englendingum undir stjórn [[Wellington lávarður|Wellington lávarðs]] við Waterloo. Þar hallaði á Englendinga. Á meðan hafði Blücher hins vegar tekist að safna liði sínu á ný og réðist nú á austurvæng Frakka. Sameiginlega tókst Prússum og Englendingum að sigra Frakka. Napoleon flúði heim til Parísar, þar sem hann sagði af sér sem keisari. Stuttu síðar gaf hann sig Englendingum á vald. Þeir fóru með Napoleon heim til Englands, en þaðan var hann sendur með herskipi til eyjarinnar [[Sankti Helena|Sankti Helenu]] sem staðsett er í Suður-Atlantshafinu.<ref>Stefán Gunnar Sveinsson. 2006. „Hver var Napóleon Bónaparte og hvað gerði hann svona merkan?“</ref><ref>Ganeri. 1999: 162-163.</ref>