„Heimsálfa“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Umittèram (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
m Tók aftur breytingar Umittèram (spjall), breytt til síðustu útgáfu Akigka
Merki: Afturköllun
Lína 1:
[[Mynd:Continental_models.gif|thumb|right|Hreyfimynd sem sýnir ólíkar skilgreiningar á heimsálfunum.]]
'''Heimsálfa''' er stór samfelldur landmassi á [[Jörðin]]ni. Engin nákvæm skilgreining er til á heimsálfu en nokkur skilyrði eru oftast höfð til hliðsjónar: landsvæðið verður að vera stórt, ofan sjávar, með greinanleg [[Landafræði|landfræðileg]] mörk. Þar sem skilgreininguna skortir eru ekki allir sammála um hver fjöldi heimsálfanna er í raun og hafa tölur frá 4 til 7 verið nefndar í því samhengi, algengast er að miða við 6-7.
 
Mest er deilt um það hvort að [[Asía]] og [[Evrópa]] séu ein ([[Evrasía]]) heimsálfa eða tvær, það sama gildir um skiptingu [[Ameríka|Ameríku]] í [[Suður-Ameríka|Suður-]] og [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]]. Nokkrir landfræðingar hafa einnig lagt til að [[Afríka]] og [[Evrasía]] skuli teljast til einnar heimsálfu (Evrafrasíu).
Lína 5 ⟶ 6:
[[Eyja]]r eru annað vandamál við skilgreiningu heimsálfa, þær eru oft sagðar tilheyra þeirri heimsálfu sem þær eru næstar, það á við um t.d. [[Stóra-Bretland]] í Evrópu og [[Japan]] í Asíu. Aðrar eyjar eru skilgreindar sem úthafseyjar utan heimsálfa. [[Eyjaálfa]] er hugtak sem notað hefur verið yfir úthafseyjar á [[Kyrrahaf]]i og er stundum talin heimsálfa með [[Ástralía|Ástralíu]] og stundum utan heimsálfa. Hvað [[Ísland]] varðar þá eru rökin fyrir því að það tilheyri Evrópu menningarleg og söguleg frekar en [[jarðfræði]]leg eða landfræðileg þar sem það væri kannski betur skilgreint sem hluti N–Ameríku eða bara utan heimsálfa.
 
AlgengastaAlgengar skilgreininginskilgreiningar á heimsálfunum eru:
:7 álfur: Afríka, Asía, Eyjaálfa, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið.
:6 álfur: Afríka, Eyjaálfa, Evrasía, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið.
:6 álfur: Afríka, Ameríka, Asía, Eyjaálfa, Evrópa og Suðurskautslandið.
:5 álfur: Afríka, Ameríka, Eyjaálfa, Evrasía, og Suðurskautslandið.
:4 álfur: Ameríka, Eyjaálfa, Evrafrasía, og Suðurskautslandið.
 
{{Stubbur|landafræði}}