„Agnes Magnúsdóttir“: Munur á milli breytinga

breyta mynd
(stafsetninga- og málvillur, vitlaust ártal)
(breyta mynd)
 
== Aftakan ==
[[Mynd:ÞrístaparVatnsdalshólar 01.jpg|alt=Þrístapar eru þrír samliggjandi smáhólar sem eru hluti af Vatnsdalshólum. |thumb|[[Þrístapar]] eru þrír samliggjandi smáhólar sem eru hluti af [[Vatnsdalshólar|Vatnsdalshólum]]. ]]
[[Aftökupallur]] úr torfi og grjóti var hlaðinn á [[Þrístapar|Þrístöpum]] og var útvegað rautt klæði til að breiða yfir pallinn og [[Höggstokkur|höggstokkinn]] á meðan á athöfninni stóð og var smíðað grindverk í kringum pallinn. Timbrið var fengið að láni og skilað svo eftir aftökuna. [[Öxi|Öxin]] var fengin frá [[Kaupmannahöfn]] og einnig höggstokkurinn. Á Íslandi hafði ekki farið fram aftaka síðan árið 1790 en einn sakamaður hafði verið fluttur til [[Noregur|Noregs]] og höggvinn þar árið 1805. Aftakan fór fram í [[Vatnsdalur|Vatnsdal]] í [[Húnavatnssýsla|Húnavatnssýslu]] þann 12. janúar árið 1830. Agnes Magnúsdóttir og [[Friðrik Sigurðsson]] voru [[Afhöfðun|hálshöggvin]] opinberlega og höfuðin fest upp á stangir og andlitin látin snúa að [[alfaraleið]], [[Húnvetningar|Húnvetningum]] til viðvörunar. Öllum bændum [[Sýsla|sýslunnar]] var skipað að vera viðstaddir [[Aftaka|aftökuna]] eða að senda fullgildan karlmann í sinn stað. Um það bil 150 manns voru á [[Þrístapar|Þrístöpum]] þann 12. janúar 1830. Ekki er vitað um hve lengi höfuð þeirra hafi átt að standa, en um það voru engar reglur. Skömmu eftir aftökuna voru þau horfin, enginn veit hvað varð um þau en þó er til [[þjóðsaga]] sem segir að [[Guðrún Runólfsdóttir]], húsfreyja á [[Þingeyrar|Þingeyrum]] hafi nóttina eftir aftökuna sent [[Vinnumaður|vinnumann]] sinn að sækja höfuðin af stöngunum og flytja þau í [[Þingeyjarkirkjugarður|Þingeyjarkirkjugarð]] og jarða þau þar.<ref name=":0" />
 
Óskráður notandi