„Auðunn rauði“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Auðunn rauði Þorbergsson''' (um 1250 – [[1322]]) var [[biskup]] að [[Hólar í Hjaltadal | Hólum]] [[1313]] – 1322.
 
AuðunAuðunn var Norðmaður og var um tíma prestur á [[Þrándarnes]]i á [[Hálogaland]]i (skammt frá Harstad í Norður-Noregi). Hann varð síðar [[kórsbróðir]] við [[Niðarósdómkirkja | dómkirkjuna í Niðarósi]], og varð brátt einn af forystumönnum kórsbræðra, t.d. í deilum við [[Jörundur erkibiskup|Jörund erkibiskup]]. AuðunAuðunn var víðförull og fór oftar en einu sinni á fund [[páfi|páfa]] í [[Róm]]. Hann vann sig í álit hjá [[Noregskonungar|Noregskonungi]] og var lengi féhirðir [[Hákon háleggur|Hákonar háleggs Magnússonar]].
 
AuðunAuðunn var vígður [[Hólabiskupar|Hólabiskup]] [[25. nóvember]] [[1313]]. Hann kom til Íslands sumarið [[1315]] (að [[Seleyri í Borgarfirði]]) og reið norður til Hóla. Tók hann biskupsembættið föstum tökum, bæði hvað snerti fjármál og aga meðal kennimanna. Lenti hann brátt í deilum við helstu klerka í Hólabiskupsdæmi. Þrátt fyrir skamman tíma í embætti beitti hann sér fyrir ýmsum málum. Hann lét taka upp bein [[Guðmundur Arason hinn góði|Guðmundar biskups góða]] og stuðlaði þannig að helgi hans. Um 1318 lét hann safna í bók máldögum (eignaskrám) kirkna í Hólabiskupsdæmi, og eru þeir kallaðir [[Auðunarmáldagar]]. Hann flutti með sér timburstofu frá [[Noregur|Noregi]], sem reist var á Hólum 1316–1317, síðar kölluð [[Auðunarstofa]]. Einnig lét hann smíða upp biskupsherbergin á staðnum. Sumarið [[1320]] fór AuðunAuðunn til Noregs, m.a. til að tryggja hagsmuni sína í deilum við Íslendinga. Hann andaðist í Niðarósi [[28. janúar]] [[1322]].
 
Helsta heimild um Auðun rauða er [[Lárentíus saga biskups]].