„Tryggvi Gunnarsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Unatrivletsac (spjall | framlög)
Unatrivletsac (spjall | framlög)
Lína 4:
Faðir Tryggva var Gunnar Gunnarsson, prestur í Laufási, og móðir hans var Jóhanna Gunnlaugsdóttir, dóttir Gunnlaugs Briems, sýslumanns í [[Eyjafjarðasýsla|Eyjafjarðarsýslu]]. Tryggvi ólst upp í Laufási til 14 ára aldurs, en þá fór hann til móðurbróður síns Ólafs Briem á [[Grund í Eyjafirði]] og lærði hjá honum [[trésmíði]] og fékk sveinsbréf 16 ára gamall.
 
Árið [[1859]] giftist hann stjúpsystur sinni Halldóru Þorsteinsdóttur, en faðir hennar var Þorsteinn Pálsson, prestur að Hálsi í [[Fnjóskadalur|Fnjóskadal]]. Halldóra lést ung af sullaveiki og eignuðust þau ekki börn en ættleiddu þó frænku Halldóru að nafni Valgerður Jónasdóttir. Valgerður var aftur móðir Dóru Þóhallsdóttur eiginkonu Ásgeirs Ásgeirssonar forseta.
Sama ár byggði hann bæ að [[Hallgilsstaðir|Hallgilsstöðum]] í Fnjóskadal. Árið [[1863]] ferðaðist Tryggvi til [[Kaupmannahöfn|Kaupmannahafnar]], vegna tillagna [[Pétur Hafstein|Péturs Hafsteins]], amtmanns, og hafði vetursetu. Næsta ár fór hann til [[Ås]]s í [[Noregur|Noregi]] þar sem var landbúnaðarskóli og eyddi einhverjum tíma þar og ferðaðist um Suður-Noreg.
 
Tryggvi var mjög iðinn við bóndstörf og smíðar. Hann var hreppstjóri í þrjú ár og formaður í [[Búnaðarfélag Suður-Þingeyinga|Búnaðarfélagi Suður-Þingeyinga]] frá 1866-71. Þau bjuggu á Hallgilsstöðum til ársins [[1871]] en þá gerðist Tryggvi kaupstjóri [[Gránufélagið|Gránufélagsins]].