„Arthur Wellesley, hertogi af Wellington“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Wellesley fæddist í Dublin inn í ríka landeignarætt af [[mótmælendatrú]]. Hann gekk í breska herinn árið 1787 og var aðstoðarmaður tveggja landstjóra Írlands í röð. Hann varð einnig þingmaður á neðri deild írska þingsins. Hann varð ofursti árið 1796 og tók þátt í herferð Breta til [[Holland|Hollands]] og [[Indland|Indlands]], þar sem hann barðist í umsátri Breta við [[Seringapatam]] árið 1799. Hann varð landstjóri Seringapatam og [[Mysore]] sama ár og vann fullnaðarsigur gegn Maratha-sambandinu í orrustu við Assaye árið 1803.
 
Wellesley reis til hæstu metorða í stríði Breta við Frakka á Íberíuskaga í [[Napóleonsstyrjaldirnar|Napóleonsstyrjöldunum]] og varð hermarskálkur eftir að hafa leitt Breta og bandamenn þeirra til sigurs gegn Frökkum í orrustu við Vitoria árið 1813. Eftir að Napóleon var sendur í útlegð árið 1814 varð Wellesley sendiherra Breta í Frakklandi og var gerður að hertoga. Þegar Napóleon sneri aftur til valda árið eftir tók Wellesley við stjórn bandamannahersins sem, ásamt [[Prússland|Prússaher]] undir stjórn [[Blücher herforingi|Blüchers herforingja]], sigraði Napóleon við Waterloo. Wellesley tók þátt í um sextíu orrustum á hernaðarferli sínum.
 
Wellington er frægur fyrir varnarhertækni sína en með henni tókst honum að vinna marga sigra gegn fjölmennari andstæðingum. Hann er talinn með bestu herforingjum allra tíma og herbrögð hans og áætlanir eru enn kennd í herskólum um allan heim.