„Gunnar Thoroddsen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 1:
'''Gunnar Thoroddsen''' (fæddur í [[Reykjavík]] [[29. desember]] [[1910]], látinn [[25. september]] [[1983]]) var íslenskur [[lögfræðingur]]. Foreldrar hans voru Sigurður Thoroddsen verkfræðingur og yfirkennari (1863 – 1955) og kona hans, María Kristín Claessen (1880 – 1964). Gunnar stundaði nám við [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólann í Reykjavík]] og lauk þaðan stúdentsprófi [[1929]] en ári áður hafði hann gegnt embætti forseta [[Framtíðin|Framtíðarinnar]]<ref name="forsetar Framtíðarinnar">{{Vefheimild|url=http://www.mr.is/index.php?option=com_content&view=article&id=469%3Aforsetar-framtiearinnar-1883-&catid=67&Itemid=997|titill=Forsetar Framtíðarinnar frá 1883|útgefandi=Menntaskólinn í Reykjavík}}</ref>. Hann lauk doktorsprófi í lögfræði frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] árið [[1968]].
 
Á árunum 1936 – 1940 stundaði Gunnar lögfræðistörf í Reykjavík ásamt störfum hjá [[Sjálfstæðisflokkurinn | Sjálfstæðisflokknum]]. Hann var meðal annars framkvæmdastjóri Varðarfélagsins, erindreki flokksins og skólastjóri í stjórnmálaskóla hans. Gunnar var prófessor við Háskóla Íslands 1940 – 1950, en fékk lausn frá kennsluskyldu fyrst um sinn 10. febr. 1947. Hann var 1947 kjörinn borgarstjóri í Reykjavík en fékk 19. nóvember 1959 leyfi frá þeim störfum og lausn 6. október 1960. Hann gegndi embætti fjármálaráðherra á árunum 1959 – 1965 en var sendiherra Íslands í Danmörku 1965 – 1969.
 
Gunnar starfaði sem hæstaréttardómari frá [[1. janúar]] til [[16. september]] [[1970]]. Hann var [[1971]] skipaður prófessor við Háskóla Íslands og kenndi einkum stjórnskipunarrétt. Hann var skipaður iðnaðar- og félagsmálaráðherra [[28. ágúst]] [[1974]] og gengdi því starfi til [[1. september]] [[1978]]. Hann var skipaður forsætisráðherra 8. febrúar 1980 en fékk lítinn stuðning til þeirrar stjórnarmyndunar frá flokki sínum, sem skipaði sér að mestu í stjórnarandstöðu undir forystu [[Geir Hallgrímsson | Geirs Hallgrímssonar]], sem þá var formaður.
 
Gunnar var landskjörinn alþingismaður 1934 – 1937 (bauð sig fram í [[Mýrasýsla | Mýrasýslu]]) og 1942 (úr [[Snæfellsnessýsla | Snæfellsnessýslu]] í vorkosningum það ár) en kjördæmakjörinn þingmaður úr Snæfellsnessýslu 1942 – 1949. Á árunum 1949 – 1965 og 1971 – 1983 var hann alþingismaður Reykvíkinga. Hann sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1948 – 1965 og aftur frá 1971. Hann var varaformaður flokksins 1961 – 1965 og aftur 1974-1981. Þá var hann þingflokksformaður á árunum 1973 – 1979.
 
Gunnar ritaði margt um lögfræði, stjórnmál og fleiri efni. Lengsta verk hans er doktorsritgerðin ''Fjölmæli'', sem kom út 1967 og fjallar um meiðyrðalög. Einnig má nefna alllanga ritgerð á dönsku um Ólaf Halldórsson konferensráð, sem var prentuð í útgáfu [[Jónsbók | ''Jónsbókar'']] í Odense 1970. Þá ritaði Gunnar kver um ræðumennsku, sem var ítrekað prentað, en sjálfur þótti hann með liprustu ræðumönnum síns tíma.
 
Hann var meðal annars formaður í [[Orator]] félagi laganema 1930 – 1932, [[Heimdallur|Heimdalli]] félagi ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík 1935 – 1939, [[SUS | Sambandi ungra Sjálfstæðismanna]] 1940 – 1942 og [[Norræna félagið | Norræna félaginu]] á Íslandi 1954 – 1965 og aftur 1969 – 1975. Þá var hann heiðusfélagi í Tónlistarfélaginu og [[SÍBS]].
 
Gunnar gekk 4. apríl 1941 að eiga Völu Ásgeirsdóttur (1921 – 2005). Börn þeirra voru: Ásgeir (f. 1942), Sigurður (f. 1944), Dóra (f. 1948) og María Kristín (f. 1954). Vala var dóttir [[Ásgeir Ásgeirsson|Ásgeirs Ásgeirssonar]] forseta. Gunnar bauð sig sjálfur fram til forseta [[1968]], en Kristján Eldjárn náði í það sinn kjöri.
 
== Síðustu ár Gunnars ==