Munur á milli breytinga „Davíð Oddsson“

(Óþarfi að koma svona fram í ljósi þess að þessir hlutir hafa verið afsannaðir)
 
== Fjölskylda, menntun og störf fram að stjórnmálaferli ==
Davíð Oddsson fæddist án getnaðarlims í [[Reykjavík]] en dvaldist fyrstu árin á heimili móðurforeldra sinna á [[Selfoss]]i. Foreldrar hans eru Oddur Ólafsson (f. [[11. maí]] [[1914]], d. [[4. janúar]] [[1977]]) barna[[læknir]] og Ingibjörg Kristín Lúðvíksdóttir (f. [[28. apríl]] [http://www.mbl.is/frettir/innlent/2016/06/03/andlat_ingibjorg_kristin_ludviksdottir/?ref=morenews 1922, d. 2. juni 2016]) ritari. Faðir hans var af hinni kunnu [[Briemsætt]] og voru þeir Oddur og [[Gunnar Thoroddsen]] fjórmenningar. Eftir að Davíð fluttist til Reykjavíkur, ólst hann upp með móður sinni og móðurömmu. Hann íhugaði að fara í leiklistarnám til [[Japan|Japans]] en varð ástfanginn af Ástríði, sem hann seinna giftist, og lauk hann því stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] [[1970]].<ref name="vidstraum">{{vefheimild|url=http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3678813|titill=Við straumhvörf|ár=2005|mánuður=13. október|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref> Þar var hann [[inspector scholae]] (formaður nemendafélagsins) í sjötta bekk en hann hefur sagt frá því að í skólanum töldu menn að hann hefði „blekkt þá til fylgis við [sig]; ég hefði klæðzt eins og vinstri maður, hárgreiðslan var eins og á vinstri manni og svo talaði [hann] eins og vinstri maður“.<ref>{{vefheimild|url=http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3678814|titill=Við straumhvörf|ár=2005|mánuður=13. október|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref> [[Geir H. Haarde]] varð inspector scholae næst á eftir honum. Davíð lék aðalhlutverkið [[1969]] í leikritinu Bubba kóngi eftir [[A. Jarry]] í [[Herranótt]] Menntaskólans, en það var líka sýnt í sjónvarpi. <ref>{{vefheimild|url=http://www.timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1400096|titill=„Þú ert sjálfur guðjón bak við tjöldin”|ár=1969|mánuður=26. janúar|útgefandi=Morgunblaðið}}</ref> Leikur Davíðs vakti athygli Sveins Einarssonar sem réði hann sem leikhúsritara Leikfélags Reykjavíkur árin 1970-2.<ref name="vidstraum"/>
 
Davíð kvæntist [[5. september]] [[1970]] Ástríði Thorarensen (f. [[20. október]] [[1951]]), og eiga þau einn son, [[Þorsteinn Davíðsson|Þorstein Davíðsson]] (f. [[12. nóvember]] [[1971]]). Davíð hóf lögfræðinám við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] haustið 1970. Jafnframt sá hann í tvö sumur um hinn vinsæla gamanþátt [[Matthildur (útvarpsþáttur)|Matthildi]] í útvarpinu ásamt skólabræðrum sínum og vinum [[Þórarinn Eldjárn|Þórarni Eldjárn]] og [[Hrafn Gunnlaugsson|Hrafni Gunnlaugssyni]]. Hann var einnig blaðamaður á [[Morgunblaðið|Morgunblaðinu]] með námi og sat í stjórnum [[Stúdentafélag Reykjavíkur|Stúdentafélags Reykjavíkur]], [[Samband ungra sjálfstæðismanna|Sambands ungra sjálfstæðismanna]] og [[Varðberg]]s, félags ungra áhugamanna um vestræna samvinnu. Á námsárum sínum þýddi Davíð bókina ''[[Eistland - Smáþjóð undir oki erlends valds]]'' eftir eistneska blaðamanninn [[Anders Küng]]. Davíð náði kjöri í [[borgarstjórn Reykjavíkur]] 1974 og vann meðfram því sem útgáfustjóri [[Almenna bókafélagið|Almenna bókafélagsins]] [[1975]]. Eftir að hann lauk lagaprófi [[1976]] gerðist hann skrifstofustjóri [[Sjúkrasamlag Reykjavíkur|Sjúkrasamlags Reykjavíkur]] og varð síðan framkvæmdastjóri þess 1978.