„Alexander 2. Rússakeisari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Alexander 2.''' ('''Алекса́ндр II Никола́евич'''; '''Aleksandr II Nikolayevítsj''' á [[Rússneska|rússnesku]]) (29. apríl 1818 – 13. mars 1881) var keisari [[Rússneska keisaradæmið|Rússaveldis]] frá 2. mars 1855 þar til hann var ráðinn af dögum þann 13. mars 1881. Hann var jafnframt konungur Póllands og stórhertogi Finnlands.
 
Mikilvægasti verknaður Alexanders á valdatíð hans var aflétting [[Bændaánauð|bændaánauðarinnar]] árið 1861, en með henni áskotnaðist Alexander viðurnefnið „Alexander frelsari“. Keisarinn stóð fyrir ýmsum umbótum, þar á meðal endurskipulagningu réttarkerfisins, skipun kjörinna staðardómars, afnámi líkamlegra refsinga,<ref name="Reformation by the Tsar Liberator">{{cite web|url=http://www.inforefuge.com/reformation-by-the-tsar-liberator|website=InfoRefuge|publisher=InfoRefuge|accessdate=18 April 2016| title=Reformation by the Tsar Liberator}}</ref>, aukinni héraðssjálfsstjórn, almennri herskyldu, skertum forréttindum aðalsstéttarinnar og aukinni háskólamenntun.
 
Í utanríkismálum seldi Alexander [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] [[Alaska]] árið 1867 af ótta við að þessi afskekkta nýlenda myndi enda í höndum Breta ef kæmi til stríðs við þá.<ref>{{Cite book|url=https://www.worldcat.org/oclc/44965514|title=Alaska, a history of the 49th state|last=Claus-M.|first=Naske,|date=1987|publisher=University of Oklahoma Press|others=Slotnick, Herman E., 1916-2002.|year=|edition=2.|location=Norman|pages=61|oclc=44965514}}</ref> Alexander sóttist eftir friði og sleit bandalagi við Frakkland þegar [[Napóleon III]] féll frá völdum árið 1871. Árið 1872 gekk hann í „Þriggjakeisarabandalagið“ svokallaða ásamt [[Þýska keisaraveldið|Þýskalandi]] og [[Austurríki-Ungverjaland|Austurríki]] til þess að friðþægja Evrópu. Þrátt fyrir að reka friðsama utanríkisstefnu háði Alexander stutt stríð gegn [[Tyrkjaveldi]] árin 1877-78, þandi Rússaveldi enn frekar inn í [[Síbería|Síberíu]] og [[Kákasus]] og lagði undir sig [[Túrkistan]]. Alexander sætti sig með semingi við niðurstöður [[Berlínarráðstefnan|Berlínarráðstefnunnar]] þótt hann hefði orðið fyrir vonbrigðum með þær. Árið 1863 var gerð uppreisn í Póllandi sem Alexander kvað niður og brást við með því að nema úr gildi stjórnarskrá Póllands og lima það beint inn í Rússland. Alexander var enn að leggja til aukna þingvæðingu þegar hann var myrtur af meðlimum uppreisnarhreyfingarinnar Narodnaya Volya árið 1881.