„Varsjá“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Boston9 (spjall | framlög)
→‎Saga: picture swap
Lína 40:
Vegna fjölda brota á [[pólska stjórnarskráin|pólsku stjórnarskrárinni]] fyrir hendi Rússlands braust [[Nóvemberuppreisnin]] út árið [[1830]]. Pólsk-rússneska stríðinu 1831 lauk þó með ósigri Pólverja og sjálfstæði konungsríkisins var afnumið. Þann [[27. febrúar]] [[1861]] skaut rússneskt herlið á mannfjölda sem var að mótmæla stjórn Rússlands yfir Póllandi en fimm menn fórust í kjölfar skotárásarinnar. [[Pólska ríkisstjórnin]] var í felum í Varsjá meðan á [[Janúaruppreisnin]]ni stóð árin 1863–64.
 
Varsjá blómstraði í lok [[19. öld|19. aldar]] undir stjórn [[Sokrates Starynkiewicz]] (1875–92), sem var rússneskur hershöfðingi skipaður í embætti af [[Alexander 3. Rússakeisari|Alexander 3.]] Á tímum Starynkiewicz byggði [[William Lindley]] enskur verkfræðingur ásamt syni sínum [[William Heerlein Lindley]] fyrsta vatnsveitu- og frárennsliskerfið í Varsjá. Auk þess voru [[sporvagn]]akerfið, [[gas]]kerfið og [[götulýsing]]arkerfið endurbætt og stækkuð.
 
Samkvæmt [[manntal rússneska heimsveldisins|manntali rússneska heimsveldisins]] árið 1897 bjuggu 626.000 manns í Varsjá og borgin var á sínum tíma þriðja stærsta í heimsveldinu á eftir [[Sankti Pétursborg|Sankta Pétursborg]] og [[Moskva|Moskvu]].