„Lukku-Láki“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 14:
== Titlar ==
 
Lukku-Láka bækurnar eru nú yfir 70 talsins. Listinn sýnir nöfn og útgáfuár bókanna á frönsku og íslenskt heiti, númer og útgáfuár þar sem við á. Stuðst er við íslensk heiti þeirra bóka, sem komið hafa út á íslensku, og íslensk heiti sem öðrum bókum í bókaflokknum voru gefin í bókinni [[Allt um Lukku Láka|Allt um Lukku-Láka]] sem kom út árið 1978. Í öðrum tilvikum er stuðst við heiti bókanna á frummálinu.
 
Á listanum er nokkrum bókum sleppt sem yfirleitt eru ekki taldar með í númeruðu seríunni. Ein þeirra er [[Þjóðráð Lukku-Láka]] (f. La Ballade des Dalton) sem kom út á frönsku árið 1978 og í íslenskri þýðingu sama ár. Þar er á ferðinni myndskreytt saga sem kom út í tengslum við samnefnda kvikmynd um Lukku-Láka frá árinu 1978. Samnefnd teiknimyndasaga birtist síðar í bókinni [[La Ballade des Dalton et autres histoires|La Ballade des Dalton et autres histories]] sem kom út árið 1986 og telst 55. bókin í bókaflokknum. Þá er bókin [[Á léttum fótum. Spes tilboð]] sem kom út í íslenskri þýðingu árið 1982 ekki hluti af opinberu ritröðinni.