„Íþróttabandalag Vestmannaeyja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Nafni KV var skipt út fyrir ÍBV á þeim tíma sem héraðsambönd voru sett á laggirnar um land allt, fékk liðið þá nafn héraðsambandsins í Vestmannaeyjum. Enda tilheyrðu Þór og Týr héraðsambandinu ÍBV. Nú til dags getur ÍBV átt við ÍBV-Íþróttafélag annars vegar og ÍBV-Héraðsamband hins vegar, en ÍBV-Íþróttafélag sem og önnur íþróttafélög í Vestmannaeyjum tilheyra því.
 
ÍBV-Héraðssamband var formlega stofnað [[6. maí]] [[1945]]. Eins og nafnið gefur til kynna varer Íþróttabandalag Vestmannaeyja upphaflega bandalag margra íþróttafélaga. Fleira en eitt félag hafði verið starfrækt í Eyjum fyrir stofnun bandalagsins og einnig hafa nokkur félög starfað í gegnum árin samhliða ÍBV-Íþróttafélagi. Íþróttafélögin [[Íþróttafélagið Þór Vestmannaeyjum|Þór]] og [[Knattspyrnufélagið Týr|Týr]] höfðu starfað frá öðrum og þriðja áratug 20. aldarinnar og veitt hvoru öðru samkeppni. Félögin höfðu hins vegar ávallt samnefnara þegar kom að því að keppa á landsmótum í meistaraflokkum.. KV var sameiginlegt lið Þórs og Týs uppi á landi og þegar gesti bar að garði. Einnig kepptu [[frjálsar íþróttir|frjálsíþróttamenn]] og aðrir undir merkjum KV á [[landsmót]]um.
 
Sem fyrr segir var héraðssambandið Íþróttabandalag Vestmannaeyja formlega stofnað árið 1945. Íþróttafélögin í Vestmannaeyjum höfðu fram að því keppt í nafni KV á [[meginland]]inu fyrir stofnun bandalagsins en frá stofnun héraðssambandsins skyldi keppa undir merkjum ÍBV utan héraðs. Árið 1996 voru félögin Þór og Týr svo sameinuð endanlega innan bæjar sem utan í ÍBV. Í framhaldinu var allt flokkastarf yngri félaga einnig sameinað undir merki ÍBV. Þar með var ÍBV-Íþróttafélag formlega stofnað og tilheyrir það ÍBV-Héraðssambandi í dag.