Munur á milli breytinga „Marianne E. Kalinke“

ekkert breytingarágrip
'''Marianne E. Kalinke''' – (fædd [[1939]]) er [[prófessor]] (á eftirlaunum) í [[germönsk fræði|germönskum fræðum]] og [[bókmenntafræði|samanburðarbókmenntum]] við [[Illinois-háskóli|Illinois-háskóla]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]]. Hún hefur sérstakan áhuga á íslenskum fornbókmenntum.
 
Marianne E. Kalinke fæddist árið 1939 í [[Königsberg]] í [[Þýskaland]]i, sem nú heitir [[Kalíníngrad]] og tilheyrir [[Rússland]]i. Fjölskylda hennar flúði til Bandaríkjanna þegar hún var tíu ára og hefur hún búið þar síðan. Hún tók M.A.-próf frá Kaþólska háskólanum (CUA) í [[Washington (borg)|Washington DC]] og doktorspróf frá [[Háskólinn í Indiana|Indiana-háskóla]]. Hún kenndi við [[Rhode Island-háskóla]] í átta ár eftir að hún lauk doktorsprófi en var prófessor í germönskum málum og samanburðarbókmenntum við Illinois-háskóla frá 1979.