„Stjörnustríð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Mynd:Star Wars Logo.svg|thumb|Merki myndanna.]]
: ''Þessi grein fjallar um kvikmyndasyrpuna í heild. ''[[Stjörnustríð: Ný von]]'' fjallar um fyrstu myndina.''
'''Stjörnustríð''' er kvikmyndasyrpa sem upphaflega var sköpuð af bandaríska leikstjóranum [[George Lucas]]. Fyrsta myndin, sem hét einfaldlega ''[[Stjörnustríð: Ný von|Stjörnustríð]]'', var frumsýnd [[15. maí]] [[1977]] og naut mikilla vinsælda. Hún fékk síðar nafnið ''Ný von''. Á eftir henni komu tvær framhaldsmyndir, ''[[Stjörnustríð: Gagnárás keisaradæmisins|Gagnárás keisaradæmisins]]'' (1980) og ''[[Stjörnustríð: Jedinn snýr aftur|Jedinn snýr aftur]]'' (1983). Sextán árum síðar var gerð forsaga í þremur kvikmyndum, ''[[Stjörnustríð: Fyrsti hluti – Ógnvaldurinn|Stjörnustríð - Fyrsti hluti: Ógnvaldurinn]]'' (1999), ''[[Stjörnustríð -: Annar hluti: Árás klónanna]]'' (2002) og ''[[Stjörnustríð: Þriðji hluti — Hefnd Sithsins]]'' (2005). Árið 2015 var fyrsta myndin í framhaldsþríleik frumsýnd; ''[[Stjörnustríð: Mátturinn vaknar]]'' og önnur myndin, ''[[Stjörnustríð: Síðasti Jedinn]]'' verður frumsýnd í desember 2017.
 
Tvær kvikmyndir hafa verið gerðar sem falla utan við röðina: teiknimyndin ''[[Stjörnustríð: Klónastríðin]]'' (2008), og ''[[Rogue One: Stjörnustríðssaga]]'' (2016). Mikið af bókum, myndasögum, tölvuleikjum og hreyfimyndum hefur verið gert, sem fellur allt undir [[Söguheimur Stjörnustríðs|söguheim Stjörnustríðs]].