„Molotov-Ribbentrop-sáttmálinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Í sáttmálanum var samið um áhrifasvæði veldanna tveggja og grunnur lagður að sameiginlegri [[Innrásin í Pólland|innrás þeirra í Pólland]]. Samningurinn var í gildi í nærri tvö ár, þar til Þýskalandsstjórn [[Adolf Hitler|Adolfs Hitler]] batt enda á hann með því að ráðast inn á yfirráðasvæði Sovétríkjanna í Austur-Póllandi þann 22. júní 1941.<ref name="britannica1">{{cite web | url=http://www.britannica.com/EBchecked/topic/230972/German-Soviet-Nonaggression-Pact | title=A secret supplementary protocol of September 28, 1939 | publisher=Encyclopædia Britannica | work=German-Soviet Nonaggression Pact | date=2015 | accessdate=14 November 2015 | author=Britannica}}</ref>
 
Sáttmálinn mælti fyrir um að hvorugt ríkið skyldi lýsa stríði á hendur hinu né ganga í bandalag við óvini hins. Auk kaflanna um frið milli ríkjanna var leynilegur viðauki í sáttmálanum þar sem Póllandi, [[Litháen]], [[Lettland|Lettlandi]], [[Eistland|Eistlandi]], [[Finnland|Finnlandi]] og [[Rúmenía|Rúmeníu]] var skipt í þýsk og sovésk „áhrifasvæði“ í aðdraganda „landfræðilegrar og stjórnmálalegrar endurskipulagningar“ þessara landa. Þjóðverjar réðust inn í Pólland þann 1. september 1939. [[Jósef Stalín]] leiðtogi Sovétríkjanna fyrirskipaði eigin innrás í Pólland þann 17. september, einum degi eftir að hafa samið um vopnahlé við [[Japanska keisaradæmið|Japani]] í Khalkhin Gol. Í nóvember innlimuðu Sovétríkin hluta af [[Karelía|Karelíu]] og [[Salla]] frá Finnlandi í [[Vetrarstríðið|Vetrarstríðinu]] og síðan hluta af Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Rúmeníu. Sovétmenn notuðu áhyggjur af hvítrússneskum og úkraínskum minnihlutahópum sem tylliástæðitylliástæðu fyrir innrásunum. Innrás Stalíns í Búkóvíu í Rúmeníu fór gegn ákvæðum sáttmálans þar sem svæðið var fyrir utan áhrifasvæði Sovétmanna eins og það var tilgreint í sáttmálanum.<ref>Brackman, Roman ''The Secret File of Joseph Stalin: A Hidden Life'' (2001) p. 341</ref>
 
Pólsku löndin sem Sovétmenn innlimuðu urðu áfram hluti af Sovétríkjunum eftir lok [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]]. Nýju landamærin voru dregin eftir Curzon-línunni. Aðeins svæðið í kring um [[Białystok]] og hluti af [[Galisía (Austur-Evrópa)|Galisíu]] var afhent Pólverjum handan við þá línu. Af landsvæðunum sem Sovétmenn hertóku eru svæði í Finnlandi (Karelía, Petsamo), Eistlandi (Ingría og Petseri) og Lettlandi (Abrene) enn hluti af Rússlandi.