„Louis Bonaparte“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Louis Napoléon Bonaparte''' (fæddur '''Luigi Bonaparte'''; 2. september 1778 – 25. júlí 1846) var yngri bróðir Napóleons Bónaparte og var konungur [[Holland|Hollands]] frá 1806 til 1810 með stuðning bróður síns. Sem slíkur var hann þekktur sem '''Louis 1.''' ('''Lodewijk 1.''' á [[Hollenska|hollensku]]; '''Loðvík 1.''' á íslensku).
 
Louis var fimmta barn og fjórði sonur [[Carlo Buonaparte]] og [[Letizia Ramolino|Letiziu Ramolino]] sem komst á legg. Hann fæddist á [[Korsíka|Korsíku]] líkt og systkini sín, en Frakkar höfðu lagt eyjuna undir sig tæpum áratug áður en Louis fæddist. Louis fylgdi eldri bræðrum sínum í franska herinn og naut stuðning Napóleons. Árið 1802 kvæntist hann stjúpfrænku sinni, Hortense de Beauharnais, dóttur [[Joséphine de Beauharnais|Jósefínu keisaraynju]], konu Napóleons.
 
Árið 1806 stofnaði Napóleon konungsríkið Holland í stað [[Batavíska lýðveldið|batavíska lýðveldisins]] og gerði Louis að konungi nýja ríkisins. Napóleon ætlaðist ekki til þess að Holland yrði meira en [[leppríki]] en Louis vildi ólmur vera eins sjálfstæður og mögulegt var og varð reyndar mjög vinsæll meðal nýrra þegna sinna. Napóleon varð brátt leiður á óstýrilæti bróður síns og innlimaði Holland því aftur inn í [[Fyrsta franska keisaradæmið|franska keisaradæmið]] árið 1810. Louis flýði til [[Austurríki|Austurríkis]] í útlegð og bjó þar til æviloka. Sonur hans varð síðar keisari [[Annað franska keisaradæmið|síðara franska keisaradæmisins]] undir nafninu [[Napóleon III]].