„Leonardo da Vinci“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Umittèram (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Umittèram (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 4:
Leonardo Da Vinci var fæddur utan hjónabands árið 1452 í Flórens á Ítalíu. Foreldrar hans voru Piero Frusino di Antonio da Vinci og Catarina. Piero var vel stæður dómari en Catarina var af bændastétt. Sumir telja að hún hafi verið þræll frá Miðausturlöndum í eigu Piero. Faðir Leonardo kvæntist fjórum sinnum og eignaðist hann tólf hálfsystkini. Hann var í litlu sambandi við þau til dæmis vegna mikils aldursmuns og hann lenti í deilum við þau vegna arfs föður síns þegar hann lést.
 
Starfsferill Da Vinci byrjaði snemma. Hann var lærlingur hjá mörgum af færustu flórensku málurum þess tíma. Sá helsti var [[Andrea del Verrocchio]]. Leonardo var einn af þeim sem málaði verkið [[Skírn Drottins]] en undir nafni Verrocchio því að flest verk hans voru máluð af starfsmönnum hans. Það hafa einnig fundist margar skissur eftir Da Vinci. Þetta voru teikningar af líffærum og öðru sem að heillaði hann og þær eiga það sameiginlegt að vera mjög nákvæmar. Þekktasta skissan hans er teikningin [[Vitrúvíski maðurinn|Vítrúvíski maðurinn]] sem er mynd af mannslíkamanum. Talið er að einungis 15 verk eftir hann séu ennþá til að frátöldum nokkrum teikningum og skissum. Leonardo starfaði um alla Ítalíu og dvaldi hjá færustu listamönnunum í Róm, Bologna, Mílanó og Feneyjum þar til hann settist að í Frakklandi.
 
Síðustu árin hans þá vann hann fyrir Francis I. konung sem átti um tíma Monu Lisu. Hann gerði ýmis verk fyrir hann eins til dæmis ljóna styttu sem gat gengið. Leonardo Da Vinci lést 67 ára árið 1519 vegna heilablóðfalls. Hann skipti arfi sínum á milli margra manna og meðal annars þjónustufólki sínu. Góður vinur Da vinci, Franceso Melzi fékk stærsta hlutann af arfi hans, bæði reiðufé, málverk  og ýmsa persónulega muni. Leonardo er grafinn í Sankti - Hubert kapellunni í Frakklandi.