Munur á milli breytinga „Mjanmar“

 
== Saga ==
Á fimmtu öld fyrir Krist var stofnað konungsríki í þorpinu Tagaung en það er staðsett við efri hluta [[Irawadi]]-fljóts, um það bil 160 km norðan núverandi [[Mandalay]]. Þar ríktu fimmtíu konungar af sömu ætt þar til tatarar réðust inn í landið úr norðri og lögðu það undir sig. Þá flúði afkomandi síðasta konungsins suður til [[Sri Khettara]] og stofnaði nýtt konungsríki meðal Pyu-ættbálksins. Á svipuðum tíma kom fólk af þjóðflokki Mon-Kmera (annaðhvort kallað Mon eða Talaing (indverska: Telegana)) frá Indlandi og settist að í óshólmum Irawadi. Þetta fólk flutti með sér [[búddismi|búddatrú]].
 
Á fyrstu öld fyrir Krist komst konungsríki Pyu undir stjórn Mon. Frændi 27. Pyu-konungsins safnaði saman fólki af Pye ættbálki og leiddi í tólf ára göngu til Pagan, þar sem annað fólk af ættbálki Pyu hafði setzt að. Þar varð til hin fræga Paganhöfðingjaætt en mestur konunga hennar var hinn 42. (Anawrahta)sem ríkti á blómaskeiði ríkisins á 11. öld.
829

breytingar