Munur á milli breytinga „Mjanmar“

 
== Saga ==
Á fimmtu öld fyrir Krist var stofnað konungsríki í þorpinu Tagaung en það er staðsett við efri hluta [[Irawadi]]fljótsinsfljóts, um það bil 160 km norðan núverandi [[Mandalay]]. Þar ríktu fimmtíu konungar af sömu ætt þar til tatarar réðust inn í landið úr norðri og lögðu það undir sig. Þá flúði afkomandi síðasta konungsins suður til [[Sri Khettara]] og stofnaði nýtt konungsríki meðal Pyu-ættbálksins. Á svipuðum tíma kom fólk af þjóðflokki Mon-Kmera (annaðhvort kallað Mon eða Talaing (indverska: Telegana)) frá Indlandi og settist að í óshólmum Irawadi. Þetta fólk flutti með sér [[búddismi|búddatrú]].
 
Á fyrstu öld fyrir Krist komst konungsríki Pyu undir stjórn Mon. Frændi 27. Pyu-konungsins safnaði saman fólki af Pye ættbálki og leiddi í tólf ára göngu til Pagan, þar sem annað fólk af ættbálki Pyu hafði setzt að. Þar varð til hin fræga Paganhöfðingjaætt en mestur konunga hennar var hinn 42. (Anawrahta)sem ríkti á blómaskeiði ríkisins á 11. öld.
Mjanmar fékk eigin stjórnarskrá árið 1937 og var aðskilið frá Indlandi. Fimm árum síðar fóru Bretar brott áður en [[Japan]]ir gerðu innrás í landið. Japanska hernámið stóð fjögur ár. Bretar hröktu Japani á brott 1945 og leiðtogi Mjanmara, Bogyoke Aung San forseti hóf baráttu fyrir sjálfstæði landsins. Hann var myrtur skömmu áður en Mjanmar lýsti yfir sjálfstæði.
 
Hinn 2. maí 1962 stýrði Ne Win hershöfðingi valdatöku hersins til að koma í veg fyrir skiptingu ríksins og settist að völdum. Stjórn hans þjóðnýtti alla mikilvægustu atvinnuvegi og leyfði aðeins einn stjórnmálaflokk.
 
== Tilvísanir ==
829

breytingar