„Holland“: Munur á milli breytinga

4 bætum bætt við ,  fyrir 6 árum
Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 212.30.213.194 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Bragi H
Lína 164:
=== Franski tíminn ===
[[Mynd:Willem I in kroningsmantel.jpg|thumb|Vilhjálmur I., fyrsti konungur Niðurlanda 1815.]]
[[1780]] var Holland fyrsta landið til að viðurkenna sjálfstæði [[Bandaríkin|Bandaríkjanna]]. Út frá því hófst fjórða stríðið við Englendinga sem aftur leiddi til borgarastríðs og efnahagshruns. Því var vart lokið er franskur byltingarher hertók Holland [[1795]] og stofnaði lýðveldi sem kallaðist Batavíska lýðveldið. Það var ekkert annað en leppríki Frakklands. Fjórum árum síðar bætti [[Napoleon Bonaparte|Napoleon]] [[Belgía|Belgíu]] og [[Lúxemborg]] við og breytti nýja ríkinu í konungsríki. Konungur þess var [[Lúðvík Bonaparte]], bróðir Napoleons. Ríki þetta varaði stutt, því Napoleon var mjög ósáttur hvernig bróður sinn rak ríkið. Lúðvík Bonaparte bar nefnilega hagsmuni Niðurlendinga ofar hagsmunum Frakka. Því setti Napoleon bróður sinn af [[1810]] og innlimaði Niðurlönd Frakklandi. Þeim var eftirleiðis stjórnað frá [[París]]. Eftir hinn misheppnaða [[Rússland]]sleiðangur Napoleons [[1813]], voru Frakkar hraktir úr landi. Holland, Belgía og Lúxemborg stofnuðu stórt sameiginlegt ríki og lýstu yfir sjálfstæði. Þetta ríki hlaut viðurkenningu [[Vínarfundurinn|Vínarfundarins]] [[1815]] og gildir það ár sem stofnár ríkisins. Konungur þessa ríkis varð [[Vilhjálmur I (Holland)|Vilhjálmur I]] af ætt Óraníu-Nassau. Þrátt fyrir að Belgar voru loks sjálfstæðir og lausir undan yfirráðum erlendra ríkja, voru þeir óánægðir með nýja fyrirkomulagið. Ástæðan var einföld. Þeim fannst Hollendingar líta á sig sem annars flokks þegna. Belgar voru enn kaþólskir en Hollendingar kalvínistar og reformeraðir. Belgía var iðnvæddara land en Hollendingar notfærðu sér tækni þeirra og skatta. Að lokum töluðu margir Belgar frönsku, meðan aðalmálið í Hollandi var hollenska. [[1830]] gerðu Belgar byltingu og sögðu sig úr sambandi við Holland. Vilhjálmur sendi herlið til suðurs en neyddist til að draga það til baka er Frakkar sendu einnig herlið til landamæra Belgíu. Vilhjálmur viðurkenndi ekki nýja ríkið fyrr en [[1839]]. Það ár sagði Lúxemborg sig einnig úr sambandi við Holland. Því urðu til þrjú sjálfstæð ríki. Eitt mesta þrætueplið var héraðið Brabant. Suðurhlutinn var kaþólskur og frönskumælandi að mestu. Því var héraðið splittað. Norður-Brabant varð að héraði Hollands en Suður-Brabant að héraði Belgíu. Limburg hélst í Hollandi. Flandur hélst hins vegar í Belgíu.
 
=== Holland fram að heimstyrjöldinni síðari ===