„Vín (Austurríki)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 50:
 
=== Napoleonsstríðin ===
Eftir brotthvarf Tyrkja óx borginn enn, bæði innan múra og utan. Keisarinn lét reisa margar nýjar barokkbyggingar, enda var Vín ein mesta borg [[Evrópa|Evrópu]] á þessum tíma. Borgin kom ekki beint við sögu í næstu evrópsku styrjöldum [[18. öldin|18. aldar]], svo sem [[Spænska erfðastríðið|spænska erfðastríðinu]], [[Austurríska erfðastríðið|austurríska erfðastríðinu]] og [[7 ára stríðið|7 ára stríðinu]]. En í Napoleonsstríðunum í upphafi [[19. öldin|19. aldar]] var Vín tvisvar hertekin af [[Frakkland|Frökkum]]. Í fyrra sinnið, [[13. nóvember]] [[1805]], fór yfirtaka borgarinnar friðsamlega fram. Napoleon sjálfur gisti í Schönbrunn-höllinni. Frakkar stóðu hins vegar stutt við, því eftir nokkra daga fór franski herinn til Bæheims, þar sem Napoleon sigraði í [[Orrustan við Austerlitz|stórorrustunni við Austerlitz]] (þríkeisaraorrustunni). Árið síðar var þýska ríkið lagt niður. Hin mýmörgu furstadæmi voru endurskipulögð. Úr sumum varð konungsríki, til dæmis Bæjaraland, og voru flest leppríki Frakklands. Austurríki hélst hins vegar við sem keisaradæmi. [[Frans II (HRR)|Frans II]], sem var síðasti keisari ríkisins, tilkynnti þá af svölum hallar sinnar í Vín að þýska ríkið hefði verið leyst upp og að Austurríki væri þaðan í frá eigið keisararíki. Hann sjálfur varð þá að Frans I keisara Austurríkis. Hans aðsetur var áfram Vín, sem minnkaði í að vera aðeins höfuðborg Austurríkis. Árið [[1809]] réðist Napoleon af alvöru á Vín. Eftir látlausa skothríð með fallbyssum gafst borgin upp. Aftur gisti Napoleon í Schönbrunn-höll, Frans I til mikils ama. Skömmu síðar mætti austurrískur her til borgarinnar og barðist við Frakka í Aspern í [[maí]] 1809 (sem í dag er borgarhluti Vínar). Þar beið Napoleon sinn fyrsta ósigur í stórorrustu. Napoleon sigraði hins vegar í orrustunni við Wagram í [[Neðra Austurríki]] og hertók Vín á ný. Í ágúst hélt hann upp á fertugsafmæli sitt í Vín. Hann sat í borginni í fimm mánuði og stjórnaði ríki sínu þaðan. Napoleon yfirgaf Vín ekki fyrr en með útmánuðum 1809.
 
=== Vínarfundurinn ===