„Örfirisey“: Munur á milli breytinga

619 bætum bætt við ,  fyrir 4 árum
m
ekkert breytingarágrip
(lagfæri)
mEkkert breytingarágrip
Fyrr á tímum var ræktað korn og veiddur selur í Örfirisey. Í [[Oddgeirsmáldagi|Oddgeirsmáldaga]] frá árinu [[1379]] er kveðið á um að [[Jónskirkja í Vík]] eigi [[landsældingur|landsælding]] (eitt sáld, þ.e. um 100 kg útsæðiskorns) og [[selalátur]] í Örfirisey.
 
Örfirisey var kölluð Effersey áður fyrr. Þar var sjálfstæð bújörð frá um 1500 til 1861 þegar byggð lagðist þar af. Kaupmannsbúðirnar á [[Grandahólmi|Grandahólma]] norðan við eyjuna voru fluttar þangað á 17. öld. Þær voru svo fluttar til Reykjavíkur 1780. Árið 1835 varð Örfirisey hluti af lögsagnarumdæmi Reykjavíkur og 1906 eignaðist borgin eyjuna. Hafnargarður var reistur á grandanum út í eyna við þegar [[Reykjavíkurhöfn]] var byggð.<ref>http://gudjonfr.is/alfraedi-reykjavikur/ Alfræði Reykjavíkur eftir Guðjón Friðriksson</ref>
 
== Olíubirgðastöðin í Örfirisey ==
 
Í Örfirisey er [[olíubirgðastöð]] en árið [[1950]] hóf [[Olíufélagið hf]] að byggja þar olíubirgðageyma. Árið [[1970]] fékk [[Skeljungur hf]] úthlutað lóð við hlið lóðar Olíufélagsins hf og hafa olíufélögin samstarf þar hvað varðar öryggismál og rekstur [[löndun]]arlagna. Árið [[1995]] voru þrjár olíubirgðastöðvar starfræktar í [[Reykjavík]]: stöðin í Örfirisey, birgðastöð Skeljungs hf í [[Skerjafjörður|Skerjafirði]] og olíubirgðastöð [[Olíuverslun Íslands hf|Olíuverzlunar Íslands hf]] í [[Laugarnes]]i. Á því ári var hafinn undirbúningur að sameiningu reksturs olíubirgðastöðva [[Olíudreifing ehf|Olíudreifingar ehf]] í Örfirisey og voru þrír geymar fluttir úr stöðinni í Laugarnesi í Örfirisey í þeim tilgangi, en Laugarnesstöðin var tekin úr notkun [[1997]]. Árið [[1998]] seldi Skeljungur lóð félagsins í Skerjafirði og síðan þá er Örfirisey eini staðurinn í höfuðborginni sem olíubirgðastöðvar eru starfræktar.
 
 
Í upphafi var eldsneyti landað í stöðina gegnum neðansjávarleiðslur þar sem innflutningsskip lágu við [[legufæri]] norðan við stöðina en með tilkomu Eyjargarðs II sem [[Reykjavíkurhöfn]] byggði geta innflutningsskip allt að 45.000 [[DWT]] lagst að bryggju á öruggan hátt. Með þeirri framkvæmd jókst öryggi olíuinnflutnings í Örfirisey og var olíuinnflutningur til Reykjavíkur sameinaður á einum stað. Lagnir og annar búnaður á Eyjargarði er sameign Olíudreifingar ehf og Skeljungs. Bygging Eyjargarðs II fór í [[umhverfismat]] samkvæmt þágildandi lögum og var fyrsta framkvæmdin sem fór í gegnum slíkt mat. Umsagnaraðilar í umhverfismati töldu að bygging garðsins væri til bóta fyrir [[umhverfismál]] [[olíulöndun]]nar í [[Reykjavík]].
 
==Tilvísanir==
<references />
 
==Heimildir==
48.865

breytingar