„Í fótspor Daldóna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 9:
* Í bókinni er Rattati, heimskasti hundur Villta Vestursins og þó víðar væri leitað, kynntur til sögunnar. Hann var nokkurs konar mótleikur Goscinny við dýrkun bandarísks kvikmyndaiðnaðar á ofurgáfuðum hundum eins og [[Lassie]] og [[Rin Tin Tin]] á fyrstu áratugum 20. aldarinnar. Rattati átti eftir að birtast í mörgum seinni Lukku Láka bókum og verða ein af aðalpersónum bókaflokksins, en meðan Goscinny naut við birtust Rattati og Daldónarnir raunar alltaf í sömu bókum. Í fótspor Daldóna er stundum talin marka upphaf gullaldartímabils Lukku Láka, enda höfðu þá allir aðalleikendur seríunnar verið kynntir til sögunnar.
* Í fótspor Daldóna er fyrsta Lukku Láka bókin þar sem Léttfeti talar: hann lýsir vanþóknun sinni á Rattata við fyrstu kynni þeirra félaga.
* Teiknimyndahetjunni [[Jerry Spring]] bregður fyrir í bókinni ásamt mexíkóskum félaga sínum Pancho. Lærifaðir Morris, belgíski teiknarinn [[Jije|Jijé]] (Joseph Gillain, 1914-1980), var höfundur sagnanna um Jerry Spring.
 
[[Flokkur:Lukku Láki]]