„Sfinxinn í Gíza“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
Nefið á styttunni er talið hafa verið um meter á breidd og um tveir metrar á lengd vantar á andlitið og rannsóknir sýna að meitill var notaður til að höggva það af.
 
[[Arababíski]] sagnfræðingur [[al-Maqrīzī]], skrifaði á [[15. öldin|15. öld]] að nefið hafi verið eyðilagt af [[Súfismi|Sufi]] [[Íslam|múslima]] sem hét Múhameð [[Sa'im al-Dahr]]. Al-Dahr hafði orðið var við það að bændur voru að færa Sfinxinum fórnir í von um að auka uppskeru sína. Hann varð ósáttur við það og hjó nefið af Sfinxinum en var síðar hengdur fyrir skemmdarverk. Al-Maqrīzī lýsir jafnframt Sfinxinum sem „Verndargrip Nílar“ þar sem heimamenn töldu að flóð Nílar væru honum að þakka.
 
Til er önnur saga sem segir að hermenn [[Napóleon Bónaparte|Napóleons]] hafi sprengt nefið af með fallbyssu, en aðrar sögur segja að breskir hermenn hafi verið að verki. Þessar sögur eru þó ósannar því teikningar af Sfinxinum sem [[Dani Frederic Louis Norden]] teiknaði árið [[1738]] og birti árið [[1757]], sýna að nefið var þegar horfið löngu áður en Napóleon fæddist.
 
Leifar af rauðum litarefnum eru sýnilegar á andliti Sfinxins. Einnig hafa leifar af gulum og bláum litarefnum fundist annars staðar á Sfinxinum, sem bendir til þess að hann hafi verið málaður í ýmsum litum.  
 
Auk nefsins er talið að skegg hafi einnig verið á styttunni, þótt því hafi verið bætt við seinna. Egypski fornleifafræðingurinn [[Vassil Dobrev]] hefur bent á að ef skeggið hefði verið á styttunni til að byrja með, hefði það skemmt hökuna þegar það datt af. Enginn sýnilegur skaði sé á hökunni sem styður kenninguna um að skeggið væri síðari viðbót. 
[[Flokkur:Egyptaland]]