„John Maynard Keynes“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 3:
 
== Æviágrip ==
John Maynard Keynes fæddist [[1883]] í [[Cambridge]] á [[England]]i. Faðir hans var hagfræðingur og móðir hans var fyrsta konan til að útskrifast úr King's College í [[Cambridge-háskóli|Cambridge-háskóla]]. Hann lauk B.A. prófi [[1904]] og M.A. prófi [[1909]] og starfaði svo við ýmsar stofnanir, m.a. breska seðlabankann. Árið [[1919]] fór hann til [[Versalir|Versala]] í Frakklandi sem hagfræðilegur ráðgjafi þáverandi forsætisráðherra Bretlands, [[David Lloyd George]]. Þar var Versalasamningurinn undirritaður, en þar var kveðið á um [[stríðsskaðabætur]] sem [[Þýskaland|Þjóðverjar]] voru látnir greiða. Keynes taldi þær allt of háar og sagði þær grafa undan efnahag Þjóðverja.<ref>Sveen og Aastad: 442</ref> Í framhaldi af þessu skrifaði hann bókina ''Áhrif friðar á efnahag'' ([[enska]]: The Economic Consequences of the Peace). Sú bók var víða lesin en tekið með nokkrum fyrirvara.
 
Keynes lést í [[Sussex]] árið [[1946]], 63 ára að aldri. Hann er af mörgum talinn einn merkasti hugsuður [[20. öldin|20. aldarinnar]].