Munur á milli breytinga „Raspútín“

=== Yngri ár ===
[[Mynd:Gorskii 04663u.jpg|thumb|Pokrovskoye árið 1912. Áin Tura til vinstri.]]
Lítið er vitað um æsku Raspútíns með vissu. Nítján ára gamall giftist hann Proskoviu Fyodorovnu, sem ól honum fjögur börn. En hjónabandið heillaði ekki Raspútín til lengdar og yfirgaf hann konu sína og börn, hann fór þá á flakk meðal annars til [[Grikkland]]s og [[Jerúsalem]]. Hann lifði af ölmusum og sagðist vera heilagur maður sem gæti læknað þá sjúku og séð í framtíðina. Þar sem svo lítið er um öruggar heimildir um æsku Raspútíns eru til margar goðsagnir um hana. Raspútín var auk þess afar umdeildur maður og bjuggu Rússar til sögur til að geta í eyðurnar, ýmist jákvæðar eða neikvæðar. Þeir sem tortyggðu Raspútín reyndu að sverta mannorð hans og andrúmsloftið í Rússlandi eftir byltingu bolsévika árið 1917 ýtti undir slíkar kjaftasögur, þar sem Raspútín var sérstaklega óvinsæll hjá andstæðingum keisarafjölskyldunnar. Ein sagan er á þá leið að þó að Raspútín hafi gengið í skóla sýndi hann náminu lítinn áhuga en stóð í sífeldu svalli og leiddi þessi lífstíll hans af sér nafnið Raspútín, sem á rússnesku þýðir sukkari, eða svallari.<ref name=":0">''Sagan öll'' 2010: 44.</ref> Þetta er þó ekki rétt, þar sem ættarnafnið Raspútín er eldra en Grígorí sjálfur og faðir hans og forferður báru það líka.<ref name=":1">Smith, 2016.</ref> Einnig er til saga um að átján ára gamall hafi hann gengið í klaustur, úrkynjað hugmyndir klaustursins og sagt að besta leiðin til að komast sem næst guði væri að drekka og hórast þangað til þú værir útkeyrður.<ref name=":0" /> Sú saga er einnig ósönn. Á þessum tíma voru margir sérstrúarsöfnuðir til staðar í Rússlandi sem stunduðu ýmsan ólifnað svo sem ofsadrykkju, kynsvall, geldingar og aðrar limlestingar í þeim tilgangi að komast nær guði, en Raspútín tilheyrði engum slíkum söfnuði. Hann reyndi þvert á móti að starfa innan rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar, en skoðanir á honum þar voru mjög skiptar eins og í samfélaginu öllu. Margar frásagnir eru til þar sem hann var sagður kyssa og þukla á konum á meðal fylgismanna sinna. Einnig svaf hann gjarnan í herbergi með konum sem komu að heimsækja hann á heimili hans í Pokrovskoye, auk þess sem hann bauð þeim gjarnan að baða sig með sér í ánni Tura. Þegar hann var spurður út í þessa hegðun sagði hann að ekkert kynferðislegt væri þar að baki. Hann vildi aðeins athuga hvort konurnar væru hreinar og móttækilegar fyrir trúarboðskap hans.<ref name=":1" />
 
=== Græðari keisarans ===
20

breytingar