„Frans 2. keisari“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
[[File:Francesco I.jpg|thumb|right|Frans II]]
'''Frans II''' (12. febrúar 1768 – 2. mars 1835) var síðasti keisari [[Heilaga rómverska ríkið|hins Heilaga rómverska ríkis]], frá árinu 1792 til 6. ágúst 1806, en þá leysti hann upp keisaraveldið eftir afdrifaríkan ósigur gegn [[Napóleon Bónaparte]] í [[Orrustan við Austerlitz|orrustunni við Austerlitz]]. Árið 1804 hafiðhafði hann stofnað [[austurríska keisaradæmið]] og varð '''Frans I''', fyrsti keisari Austurríkis frá 1804 til 1835. Hann var því kallaður eini „tvíkeisari“ (''Doppelkaiser'') heimssögunnar.<ref>{{cite book |ref= harv |chapter= [[:de:s:Die Siegel der deutschen Kaiser und Könige Band 5/Beilagen#Beilage 3|Bey der Niederlegung der kaiserlichen Reichs-Regierung.]] Dekret vom 6.&nbsp;August 1806 |editor-first= Otto |editor-last= Posse |title= Die Siegel der deutschen Kaiser und Könige von 751 bis 1806 |language= de |at= Band 5, Beilage 3 |year=1909–13 |oclc= 42197429 |via= [[Wikisource]] }} <!--Verkündung der neuen Titulatur als Kaiser von Österreich--></ref> Frá 1804 til 1806 var hann kallaður keisari bæði Heilaga rómverska ríkisins og Austurríkis. Hann varð jafnframt fyrsti forseti [[Þýska ríkjasambandið|þýska ríkjasambandsins]] við stofnun þess árið 1815.
 
Frans var einn hatrammasti andstæðingur [[Fyrsta franska keisaraveldið|franska keisaraveldisins]] í [[Napóleonsstyrjaldirnar|Napóleonsstyrjöldunum]] en var sigraður nokkrum sinnum í viðbót eftir orrustuna við Austerlitz. Einn versti persónuósigur hans var að neyðast til að fallast á hjónaband dóttur sinnar, [[Marie-Louise af Austurríki]], og Napóleons þann 10. mars 1810. Eftir að Napóleon sagði af sér eftir [[sjötta bandalagsstríðið]] gekk Austurríki í „bandalagið helga“ sem stofnað var á [[Vínarfundurinn|Vínarfundurinn]] en á þeim fundi var kanslari Frans, [[Klemens von Metternich]], potturinn og pannan. Eftir fundinn endurheimti Frans flest sín gömlu lönd, en Heilaga rómverska ríkið var þó aldrei endurreist. Á fundinum var komið á [[Evrópska hljómkviðan|evrópsku hljómkviðunni]] og reynt að standa gegn frjálslyndi og þjóðernishyggju. Margir fóru því að líta á Frans sem afturhaldssegg seinna á valdatíð hans.