„Jörundur hundadagakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 56:
 
== Njósnari Breta ==
Fyrir tilviljanir og heppni tókst honum að ná eyrum valdamanna, sem urðu honum hjálplegir á æðstu stöðum. Honum var falið að gerast [[njósnari]] fyrir Breta á [[meginland]]i [[Evrópa|Evrópu]]. Hafði hann nú fullar hendur fjár og allar skuldir hans voru greiddar fyrir hann. Hann lagðist beint í sukkið aftur og sinnti ekki störfum sínum á meðan utanríkisráðuneytið hélt að hann væri að njósna í Evrópu. Það var ekki fyrr en á miðju ári [[1815]], sem hann fór til að sinna þeim störfum. Þá voru [[Napóleon]]sstríðin í fullum gangi og hann reyndi að ná sambandi við [[Arthur Wellesley, hertogi af Wellington|Wellington]] hershöfðingja, sem hann hafði kynnst áður, en það tókst ekki. Hann var félaus í [[Frakkland]]i, en átti að vera í [[Þýskaland]]i og þar biðu laun hans. Þangað komst hann með því að ljúga sér út fé hvar sem hann fór. Í [[Berlín]] lifði hann hátt og tókst að komast í mjúkinn hjá aðlinum. Þaðan fór hann til [[Dresden]] og lenti þar enn á ný í spilasolli og að lokum flúði hann skuldir sínar fótgangandi og komst til [[Hamborg]]ar. Bretar voru ánægðir með upplýsingar hans og borguðu honum vel fyrir njósnirnar. Þessu fór fram til [[1817]], en þá fór hann aftur til London. Hann skrifaði [[ritgerð]]ir um [[smygl|vörusmygl]] og um [[skattur|skattsvik]] og fékk vel greitt fyrir þær frá [[utanríkisráðuneyti]]nu. Hann lét gefa út [[ferðabók]] sína, sem þótti léleg.
 
== Newgatefangelsi ==