„Serbía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 45:
 
Serbía er aðili að fjölda alþjóðasamtaka eins og Sameinuðu þjóðunum, [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]], [[Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu]], [[Samstarf í þágu friðar|Samstarfi í þágu friðar]], [[Efnahagssamstarf Svartahafsríkja|Efnahagssamstarfi Svartahafsríkja]] og [[Fríverslunarsamtök Mið-Evrópuríkja|Fríverslunarsamtökum Mið-Evrópuríkja]]. Serbía sótti formlega um aðild að [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]] 2012 og á í aðildarviðræðum við [[Alþjóðaviðskiptastofnunin]]a. Serbía er miðtekjuland sem situr ofarlega á ýmsum vísitölulistum eins og [[Vísitala um þróun lífsgæða|Vítitölu um þróun lífsgæða]], [[Vísitala um samfélagsþróun|Vísitölu um samfélagsþróun]] og [[Friðarvísitalan|Friðarvísitölunni]]. Stærsti geiri efnahagslífsins eru þjónustugeirinn. Þar á eftir koma iðnaður og landbúnaður.
 
==Menning==
===Trúarbrögð===
Serbía er [[veraldlegt ríki]] samkvæmt stjórnarskrá landsins sem kveður á um [[trúfrelsi]]. 84.5% íbúa tilheyra [[serbneska rétttrúnaðarkirkjan|rétttrúnaðarkirkjunni]] sem er stærsta og elsta kirkjudeild landsins. Innan hennar eru aðallega [[Serbar]]. Aðrar rétttrúnaðarkirkjur þjónusta minnihlutahópa í landinu eins og [[Makedónar|Makedóna]], [[Vlachar|Vlacha]] og [[Búlgarar|Búlgara]]. Um 6% íbúa aðhyllast [[rómversk-kaþólsk trú|rómversk-kaþólska trú]], aðallega í [[Vojvodina]] þar sem stórir hópar [[Ungverjar|Ungverja]] búa. Um 1% íbúa aðhyllist [[mótmælendatrú]], aðallega [[Slóvakar]] og Ungverjar í Vojvodina. [[Rúþenar]] í Vojvodina eru í [[gríska rétttrúnaðarkirkjan|grísku rétttrúnaðarkirkjunni]].
 
Í suðurhéruðum Serbíu eru margir [[Íslam|múslimar]], um 3% íbúa landsins. [[Bosníumenn]] og hluti [[Rómafólk]]s eru múslimar. Aðeins 578 íbúar eru [[Gyðingar]].
 
Rétt rúmlega 1% íbúa telur sig [[trúleysi|trúlausan]] eða [[guðleysi|guðlausan]].
 
===Tungumál===
Opinbert tungumál Serbíu er [[serbneska]] sem 88% íbúa á að móðurmáli. Serbneska er eina Evrópumálið sem er ritað til jafns með tveimur ólíkum stafrófum; [[kýrillískt stafróf|kýrillísku]] og [[latneskt stafróf|latnesku stafrófi]]. Serbneska kýrillíska stafrófið er opinber ritháttur en latneska stafrófið er í opinberri notkun. Kýrillíska stafrófið var smíðað árið 1814 af [[Vuk Karadžić]]. Könnun frá 2014 sýndi að 47% íbúa vildu heldur notast við latneska stafrófið en 36% það kýrillíska en 17% var sama.
 
Viðurkennd minnihlutamál eru [[ungverska]], [[bosníska]], [[króatíska]], [[albanska]], [[rúmenska]], [[búlgarska]] og [[rusynska]]. Öll þessi mál eru notuð sem opinber mál í sveitarfélögum þar sem viðkomandi þjóðarbrot er yfir 15% íbúa. Í sjálfstjórnarhéraðinu Vojvodina notar héraðsstjórnin fimm mál auk serbnesku (ungversku, slóvakísku, króatísku, rúmensku og rusynsku).
 
[[Mynd:SerbiaPoliticalDivision.png|thumb|left|Stjórnsýsluskipting Serbíu]]