„Bandaríkin“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
m Tók aftur breytingar 82.112.90.11 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Lína 1:
{{Land
| nafn =
|nafn_í_eignarfalli = Bandaríkjanna
|nafn_á_frummáli = United States of America (USA)
|fáni = Flag of the United States.svg
|skjaldarmerki = US-GreatSeal-Obverse.svg
|kjörorð = In God We Trust
|kjörorð_tungumál = enska
|kjörorð_þýðing = Vér treystum á Guð
|þjóðsöngur = [[The Star-Spangled Banner]]
|staðsetningarkort = United States (orthographic projection).svg
|höfuðborg = [[Washington DC]]
|tungumál = [[enska]] ''[[de facto]]''
|stjórnarfar = [[Sambandslýðveldi]]
|titill_leiðtoga = [[Forseti Bandaríkjanna|forseti]]
|nöfn_leiðtoga = [[Donald Trump]]
|staða = [[Sjálfstæði]]
|staða_athugasemd = undan [[Bretland]]i
|atburður1 = Yfirlýst
|dagsetning1 = [[4. júlí]] [[1776]]
|atburður2 = Viðurkennt
|dagsetning2 = [[3. september]] [[1783]]
|flatarmál = 9.629.091 (UN 2007)
|stærðarsæti = 3
|hlutfall_vatns = 4,87
|fólksfjöldi = 317.238.626
|mannfjöldaár = 2013
|mannfjöldasæti = 3
|íbúar_á_ferkílómetra = 33
|VLF = 12.485.000
|VLF_ár = 2006
|VLF_sæti = 1
|VLF_á_mann = 42.000
|VLF_á_mann_sæti = 8
|VÞL = {{ágóði}} 0,948
|VÞL_sæti = 8
|gjaldmiðill = [[Bandaríkjadalur]]
|tímabelti = [[UTC]]-5 til -10 <br /><small>Sumartími: UTC -4 til -9</small>
|tld = us
|símakóði = 1
|flatarmál_magn = 1_E11
|}}
'''Bandaríki Ameríku''' (stundum nefnd '''Bandaríki Norður-Ameríku''', [[skammstöfun|skammstafað]] '''BNA'''), oftast kölluð '''Bandaríkin''', eru [[sambandslýðveldi]] sem er næststærsta [[ríki]] [[Norður-Ameríka|Norður-Ameríku]] að [[flatarmál]]i (9,83 milljónir km²) og jafnframt það fjölmennasta með yfir 305 milljónir íbúa. Þau eru enn fremur fjórða stærsta land heims og það þriðja fjölmennasta. Þau teygja sig milli [[Atlantshaf]]s og [[Kyrrahaf]]s og eiga landamæri að [[Kanada]] í norðri og [[Mexíkó]] í suðri. Bandaríkin samanstanda af 50 [[Fylki Bandaríkjanna|fylkjum]] sem njóta nokkurs sjálfræðis í eigin efnum og hafa eigin löggjöf sem þó má ekki stangast á við [[stjórnarskrá Bandaríkjanna]]. Auk sambandsríkjanna hafa Bandaríkin lögsögu yfir ýmsum hjálendum víða um heim.
 
Bandaríkin rekja uppruna sinn til [[Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna|sjálfstæðisyfirlýsingarinnar]] frá 4. júlí 1776 þegar þrettán [[Bretland|breskar]] [[Nýlenda|nýlendur]] lýstu yfir eigin frelsi og sjálfstæði frá Breska heimsveldinu. Nýlendurnar höfðu betur í [[Frelsisstríð Bandaríkjanna|Frelsisstríði Bandaríkjanna]] en það var fyrsta nýlendustríðið þar sem nýlendan hafði betur en herraþjóðin. Nýlendurnar samþykktu sameiginlega stjórnarskrá í [[Philadelphia|Philadelphiu]] þann 17. september 1787. Stjórnarskráin gerði nýlendurnar þrettán að einu lýðveldi.
 
Á 20. öldinni tóku Bandaríkin forystu í heiminum hvað varðar [[Efnahagur|efnahagsleg]], [[Stjórnmál|pólitísk]], [[her]]naðarleg og [[menning]]arleg áhrif. Bandaríska hagkerfið er það stærsta í heimi en [[verg landsframleiðsla]] Bandaríkjanna árið 2006 var 13 billjónir [[Bandaríkjadalur|bandaríkjadala]], það er að segja um það bil fjórðungur af vergri landframleiðslu alls heimsins. [[Evrópusambandið]] er stærra hagkerfi en Bandaríkin en er ekki ein þjóð.
 
== Landafræði og umhverfi ==
[[Mynd:USA topo en.jpg|thumb|right|Hæðarkort af fylkjum Bandaríkjanna.]]
[[Mynd:Aboveground Woody Biomass in the United States 2011.jpg|thumb|Skóglendi í Bandaríkjunum árið 2011.]]
Bandaríkin eru þriðja eða fjórða stærsta land heims miðað við [[Listi yfir lönd og útliggjandi yfirráðasvæði eftir stærð|heildarflatarmál]]. [[Rússland]] og [[Kanada]] eru stærri en það veltur á skilgreiningu hvort [[Kína]] sé það einnig. 48 fylki Bandaríkjanna eru samtengd en tvö nýjustu fylkin eru staðsett nokkuð langt frá hinum. Það eru [[Alaska]] sem liggur að Kanada í vestri og [[Hawaii]] sem er [[eyjaklasi]] í suðvesturátt af meginlandi Bandaríkjanna.
 
Landsvæði Bandaríkjanna er afar fjölbreytt. Á austurströndinni eru stórar sléttur og [[laufskóga|sumargrænir skógar]] sem ná langt inn í land. [[Appalachiafjöll]]in skilja austurstöndina frá [[Vötnin miklu|Vötnunum miklu]] og gresjunum í Miðvestrinu. [[Mississippifljót|Mississippi-]] og [[Missourifljót]] mynda saman fjórða lengsta fljótakerfi heims en þau renna að mestu frá norðri til suðurs í gegn um mitt landið. [[Slétturnar miklu]] teygja sig til vesturs þar til [[Klettafjöll]] taka við. Klettafjöllin eru fjallgarður sem nær suður til Nýju Mexíkó og stendur hæst í um 4.300 m (14.000 fet) í Colorado. Á vesturströndinni er að finna háa fjallgarða en einnig [[Eyðimörk|eyðimerkur]] á borð við [[Mojave-eyðimörkin]]a. Hæsti tindur Bandaríkjanna (og Norður-Ameríku) er [[Denali|Denali (McKinleyfjall)]] í Alaska en hann er 6.194 m. Virk [[Eldfjall|eldfjöll]] er að finna bæði í Alaska og Hawaii. Í [[Yellowstone-þjóðgarðurinn|Yellowstone-þjóðgarðinum]] er gríðarstór megineldstöð sem er sú stærsta í Norður-Ameríku. En 59 svæði hafa verið sett í flokk [[Listi yfir þjóðgarða í Bandaríkjunum|þjóðgarða í Bandaríkjunum]]
 
Þriðjungur Bandaríkjanna er [[skógur|skógi]] vaxinn. Þetta er svipað hlutfall og var árið 1920 en 2/3 þeirra skóga sem voru um 1600.<ref>[https://www.safnet.org/publications/americanforests/StateOfAmericasForests.pdf American forests] Forest history society. Skoðað 29. apríl, 2016. </ref>
 
== Saga ==