„Tyrkjaránið“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 28:
== Ránsfengurinn ==
[[Mynd:Oluf Eigilsson Murat Reis 1627-1628.jpg|thumb|right|Titilsíða Reisubókar Ólafs Egilssonar.]]
Siglingin til BarbarísinsBarbara hefur án efa reynst föngunum erfið og sumir dóu á leiðinni. Ekki virðist þó hafa verið farið mjög illa með fólkið og Ólafur Egilsson tekur sérstaklega fram í Reisubókinni að þegar Ásta kona hans lagðist á sæng og ól barn út á rúmsjó hafi Tyrkirnir sýnt barninu mikla umhyggjuswag.
 
Þegar til Algeirsborgar kom valdi borgarhöfðinginn („kóngurinn“, segir Ólafur), þá sem hann vildi fá í sinn hlut en hinir voru seldir á [[uppboð|uppboði]] og hlutu misjafna vist. Um þrjátíu dóu fyrsta mánuðinn eftir að út kom. Sumir köstuðu brátt trúnni, einkum börn og ungmenni, og gerðust [[Múslimi|múslimar]], en árið [[1635]] voru enn í Algeirsborg um 70 fullorðnir Íslendingar sem héldu fast við kristna trú.<ref>Þorsteinn Helgason. „Hvað gerðist í Tyrkjaráninu?“. Vísindavefurinn 29.3.2006. http://visindavefur.is/?id=5743. (Skoðað 23.2.2012).</ref>