„Helíos“: Munur á milli breytinga

94 bætum bætt við ,  fyrir 4 árum
ekkert breytingarágrip
m (Bot: Flyt 53 tungumálatengla, sem eru núna sóttir frá Wikidata á d:q134270)
Ekkert breytingarágrip
 
'''Helíos''' ([[forngríska]] ''Ἥλιος'') var sólargoð í [[Grísk goðafræði|grískri goðafræði]] sem er talið líklegt að borist hafi frá [[Asía|Asíu]] til [[Grikkland hið forna|Grikklands]]. Hann hélt þar ólíkt mörgum öðrum goðum náttúruþýðingu sinni óbreyttri.
 
Dýrkun Helíosar var ávallt bundin við fáeina staði, einkum eyna [[Ródos]]. Þar var goðinu haldin vegleg hátíð árlega. Skáldin lýsa Helíosi sem fögrum sveini í æskublóma með leiftrandi augu. Undan gylltum [[hjálmur|hjálmi]] hans hrynja gullnir lokkar.
Á hverjum degi flytur hann goðum og mönnum dagsljósið. Ekur hann á gullnum vagni afmarkaða braut um himinhvolfið. Fjórum eldfnæsandi gæðingum beitir hann fyrir vagn sinn. Hefur hann ferð sína í austurátt frá [[Eþíópía|Eþíópíu]] og lýkur henni í vesturátt á eynni ''Þrinakíu'' ([[Sikiley]]), eins og segir í ''[[Ódysseifskviða|Ódysseifskviðu]]''. Sú eyja var það land, sem Grikkir þekktu þá vestast. Um næturskeiðið siglir Helíos á gullnökkva yfir Ókeansstraum til austursins, þar sem hann á sér veglega höll.
 
Helíos var sonur [[Hyperíon]]s ([[forngríska]] ''Ὑπερίων'' = hinshinn háttbrunandiefri) og [[Þeia|Þeiu]], en þau voru bæði [[Títanar]]. Helíos sér og heyrir allt og ekkert fer framhjá honum. Leyndustu afbrot dregur hann fram í dagsins ljós. Í hátíðlegum eiðum og særum var hann því ákallaður sem vitni.
 
Helíos, hinn óþreytandi ekill sólbrautarinnar, var tignaður (einkum í Róm), sem verndarvættur kappakstursbrautanna.
 
== Faeþón ==
Með [[Klymene]], dóttur [[Ókeanos]]ar, átti Helíos son, er [[Faeþón]] ([[forngríska]] ''Φαέθων'' = sá skínandi) hét. Er hann var frumvaxta, gekk hann fyrir föður sinn í sólarhöllinni og beiddist þess að fá leyfi til að aka sólarvagninum einn dag. En sveininn skorti afl til að stjórna hinum flugólmu gæðingum. Svifu þeir of nærri jörðinni, og lá við sjálft, að hún brynni upp í loga sólar. Til að afstýra frekari ófarnaði laust [[Seifur]] Faeþón reiðarslagi, og steyptist hann niður í fljótið [[Eridanos]]. Systur hans grétu hann, uns þær urðu að öspum, en tár þeirra að rafi. [[Ovidius]] segir snilldarvel frá þessu í ''Myndbreytingunum'' (''Metamorphoses'').
 
== Risinn á Ródos ==
Óskráður notandi