„Sun Yat-sen“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
DCB (spjall | framlög)
Lína 1:
[[File:孫中山2017年版標準像.jpg|thumb|right|250px|Sun Yat-sen]]
'''Sun Yat-sen''' ([[12. nóvember]] [[1866]] – [[12. mars]] [[1925]]) var [[Kína|kínverskur]] [[læknir]], [[Bylting|byltingarmaður]] og [[Stjórnmál|stjórnmálaleiðtogi]]. Hann er gjarnan álitinn einn af stofnfeðrum kínverska lýðveldisins og er virtur bæði í [[Lýðveldið Kína|Lýðveldinu Kína]], þar sem hann er kallaður „faðir þjóðarinnar“, og í [[Alþýðulýðveldið Kína|Alþýðulýðveldinu Kína]], þar sem hann er talinn „forveri lýðræðisbyltingarinnar“. Sun lék lykilhlutverk í því að steypa [[Tjingveldið|Tjingveldinu]] af stóli í byltingu árið 1911. Eftir byltinguna var hann útnefndur bráðabirgðaforseti Lýðveldisins Kína við stofnun þess árið 1912. Síðar stofnaði hann og gerðist fyrsti leiðtogi Þjóðernisflokks Kína.<ref>Derek Benjamin Heater. [1987] (1987). Our world this century. Oxford University Press.</ref> Sun varð sameiningartákn í Kína eftir keisaratímann og er einn fárra kínverskra stjórnmálamanna sem er enn dáður beggja megin við Taívansund.