„Sanitas (gosdrykkjagerð)“: Munur á milli breytinga

ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Árið [[1916]] keypti [[Loftur Guðmundsson]], hinn kunni [[kvikmyndagerðarmaður]], fyrirtækið en seldi það [[Sigurður Waage|Sigurði Waage]] árið [[1924]]. Undir stjórn Sigurðar óx Sanitas og dafnaði að [[Lindargata|Lindargötu]] 9 í [[Reykjavík]], þar sem [[verkamannafélagið Dagsbrún]] var síðar til húsa. Árið [[1939]] var fyrirtækinu breytt í hlutafélag og skömmu síðar urðu þáttskil er Sanitas hf. fékk einkaumboð fyrir [[Pepsi Cola]] og var það fyrsta umboð þessa þekkta bandaríska gosdrykkjar í Evrópu. Árið [[1958]] flutti fyrirtækið að [[Köllunarklettsvegur|Köllunarklettsvegi]] í Reykjavík og var jafnframt aukið við vélakostinn. Sigurður Waage var framkvæmdastjóri Sanitas hf. til dauðadags árið [[1976]]. Tóku sonur hans Sigurður S. Waage og tengdasonur Björn Þorláksson við framkvæmdastjórn. Þeir gengu fljótlega frá samningi við [[Sana hf]]. á Akureyri, sem þá var orðið meirihlutaeign Páls G. Jónssonar, um að Sanitas hf. dreifði öli fyrir Sana hf. Sanitas hf. átti í verulegum rekstrarörðugleikum um þetta leyti og lenti fljótlega í vanskilum við Sana hf. á Akureyri. Páll keypti síðan hluti í Sanitas hf. til að styrkja fyrirtækið og efla dreifingarnet þess.
 
Sanitas og Sana hf. voru sameinuð 1978. Nafni Sanitas var breytt í Víking hf. árið 1994 og 1997 sameinaðist fyrirtækið [[Sól hf]] og til varð [[Sól-Víking]]. Það fyrirtæki sameinaðist síðan [[Vífilfell]]i undir merkjum þess síðarnefnda. Vífilfell heitir í dag Coca-Cola European Partners Ísland ehf.
 
== Tenglar ==
Óskráður notandi