„Orrustan við Rocroi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Muninn (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 7:
Hinir [[spænsku Habsborgarar]], undir [[Filippus 4. Spánarkonungur|Filippusi 4. Spánarkonungi]], höfðu barist við mótmælendafursta í [[Þýskaland]]i frá 1618. Frakkar óttuðust aukin áhrif Spánverja og hófu því beina þátttöku í stríðinu árið 1635. Frakkar gengu í lið með mótmælendum þrátt fyrir að landið væri að stærstum hluta kaþólskt og að [[uppreisn húgenotta]] hefði verið barin niður með hörku fáum árum fyrr. Eftir misheppnaða innrás í [[Spænsku Niðurlönd]] hafði franski herinn að mestu haldið sig innan frönsku landamæranna.
 
Þann 4. desember 1642 lést [[Richelieu kardináli]], helsti ráðgjafi konungs, og snemma vorið eftir veiktist [[Loðvík 13.]] Hann lést 14. maí 1643 og fimm ára sonur hans tók við sem Loðvík 14. Þrátt fyrir tilraunir til að semja um frið ákváðu ráðgjafar hins nýja konungs að halda áfram hernaði í [[Franche-Comté]], [[Katalónía|Katalóníu]] og Spænsku Niðurlöndum. Þann

Árið áður, þann 26. maí réðist1642, hafði flæmski herinn ráðist á þann franska við [[Orrustan við Honnecourt|Honnecourt-sur-Escaut]] til að draga úr þrýstingi Frakka á öðrum vígstöðvum, einkum í Katalóníu. Í orrustunni felldu Spánverjar um 40% af franska Champagne-hernum. Herforingi Spánverja, [[Francisco de Melo]], ákvað samt að sækja ekki lengra inn í Frakkland. Ári síðar hugðust þeir leika sama leikinn og héldu með 23.050 menn inn í Norður-Frakkland. Loðvík, hertoga af Enghien, sem var foringi herliðsins í [[Amiens]], var skipað að stöðva innrásina. Franski heraflinn á svæðinu taldi 22.000 menn. Loðvík var þá 21 árs en samt töluvert reyndur hermaður og með hæfa undirmenn eins og [[Jean de Gassion]], [[Frakklandsmarskálkur|Frakklandsmarskálk]].
 
== Undirbúningur ==