Munur á milli breytinga „Orrustan við Rocroi“

m
ekkert breytingarágrip
m
[[Mynd:Rocroi.jpg|thumb|right|Loðvík hertogi af Enghien í orrustunni við Rocroi.]]
'''Orrustan við Rocroi''' var orrusta í [[Stríð Spánar og Frakklands|Stríði Spánar og Frakklands]] sem var hluti af [[Þrjátíu ára stríðið|Þrjátíu ára stríðinu]] milli herja [[Spánn|Spánar]] og [[Frakkland]]s [[19. maí]] [[19431643]], aðeins fimm dögum eftir að [[Loðvík 14.]] tók við konungdómi í Frakklandi. Orrustunni lauk með sigri Frakka. Hún er af sumum talin marka upphafið að endalokum [[Spænska gullöldin|Spænsku gullaldarinnar]] þar sem spænski atvinnuherinn, sem af mörgum var talinn ósigrandi, var í fyrsta sinn sigraður. Eftir orrustuna hætti spænski herinn að skipa fótgönguliðum í stóra ferninga (''tercios'') og tók upp línufylkingar líkt og Frakkar.
 
Hinn frægi [[Flæmski herinn|flæmski her]] Spánar beið afhroð í orrustunni og eftir hana dró spænska ríkið stöðugt úr fjárframlögum til hans. Orrustan markar því upphafið að endalokum spænskra hernaðaryfirburða í Evrópu. Foringi Frakka, [[Loðvík, hinn mikli Condé|Loðvík af Enghien]], varð gríðarvinsæll í Frakklandi og lenti við það brátt upp á kant við [[Mazarin kardináli|Mazarin kardinála]] og [[Anna af Austurríki|Önnu drottningu]].
725

breytingar