„Orrustan við Rocroi“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 33:
Frakkar gerðu tvö áhlaup á spænsku ferningana en þeim var báðum hrundið. Ferningarnir neyddust samt til að þétta raðirnar til að nota löngu spjótin gegn Frökkum. Loðvík stillti þá upp stórskotaliði sínu og fallbyssunum sem hann nafði náð frá Spánverjum og hóf skothríð á fótgönguliðið.
 
Brátt brast flótti á lið Vallóna og Þjóðverja í spænska fótgönguliðinu meðan. Spánverjarnir héldu stöðu sinni ásamt foringja sínum og hrundu fjórum riddaraliðsáhlaupum í viðbót án þess að fylkingin riðlaðist, þrátt fyrir stórskotahríð. Að lokum bauð Loðvík þeim uppgjafarskilmála, svipaða þeim sem varnarlið í virki hefði fengið. Spánverjarnir samþykktu skilmálana og leifar fótgönguliðsins fengu að hörfa af vígvellinum með búnað sinn og fána.
 
Frakkar misstu um 4.000 menn í orrustunni. Melo sagði að 6.000 menn sínir hefðu dáið og 4.000 verið teknir höndum í skýrslu sinni til Madrídar tveimur dögum síðar. Talið er að mannfall Spánverjana hafi verið á bilinu 4.000-8.000. Af 7.000 fótgönguliðum náðu aðeins 390 yfirmenn og 1.386 hermenn að snúa aftur til Spænsku Niðurlanda. Í bók sinni um Þrjátíu ára stríðið telur William P. Guthrie að 3.400 hafi látist, 2.000 verið teknir höndum og 1.600 flúið af spænsku fótgönguliðunum. Mest mannfallið var í spænska fótgönguliðinu, meðan riddaraliðið og stórskotaliðið náðu að flýja.
 
== Eftirmálar ==