„Ódáðahraun“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Bláfell -> Bláfjall. Fjallið í Mývatnssveit ber það heiti. Eins og þetta stóð var þetta einnig mjög villandi því tengt var við Bláfell á Kili!
22778811E (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Ódáðahraun''' er víðáttumikið [[hraun]]flæmi í [[Suður-Þingeyjarsýsla|Suður-Þingeyjarsýslu]], norðan [[Vatnajökull|Vatnajökuls]], milli [[Skjálfandafljót]]s og [[Jökulsá á Fjöllum|Jökulsár á Fjöllum]]. Norðurmörkin eru skilgreind á mismunandi hátt. Sumir vilja draga þau frá austri til vesturs sunnan við [[Bláfjall]] og [[Sellandafjall]], aðrir telja að það nái norður undir [[Mývatnssveit]] og að Hringveginum um [[Mývatnsöræfi]], enn aðrir vilja teygja það allt norður að [[Þeistareykir|Þeistareykjum]]. Ódáðahraun er stærsti samfelldi hraunfláki Íslands, um 4400 km² (ef miðað er við fyrst nefndu skilgreininguna). Það er samsett úr fjölgamörgum einstökum hraunum, bæði [[dyngjuhraun]]um og hraunum frá sprungum og [[gígaröð]]um. Elstu hraunin eru 10-12 þúsund ára en þau yngstu eru frá eldgosinu í [[Holuhraun|Holuhrauni]] 2014-15. Upp úr hraunaflákum Ódáðahrauns rísa fjöll og fjallaklasar svo sem [[Herðubreið]], [[Upptyppingar]] og [[Dyngjufjöll]].
 
Ekki er vitað hvenær svæðið fékk Ódáðahraunsnafniðþetta sitt nafn en það kemur fyrst fyrir í rituðum heimildum í [[Undur Íslands]] sem [[Gísli Oddsson|Gísli biskup Oddsson]] skrifaði á 17. öld. Nafnið er augljóslega tengt [[útilegumenn|útilegumannatrú]] enda töldu menn á fyrri öldum að í hrauninu leyndust fjölbyggðir og frjósamir útilegumannadalir.
 
==Tenglar==