„Anna af Bretagne“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Anna var dóttir [[Frans 2. af Bretagne|Frans 2.]] hertoga af Bretagne og konu hans, Margaret af Foix. Hún var eina barn þeirra sem komst upp og var því alin upp sem erfingi hertogadæmisins og hlaut góða menntun. Faðir hennar vildi umfram allt forðast að Bretagne yrði innlimað í Frakkland og reyndi því að finna henni eiginmann sem væri nægilega öflugur til að geta staðið gegn Frökkum. Hún var heitbundin [[Játvarður 5.|Játvarði]], prinsi af Wales, syni [[Játvarður 4.|Játvarðar 4.]], árið [[1483]] en hann hvarf skömmu eftir að faðir hans lést og föðurbróðir hans, [[Ríkharður 3.]], hrifsaði völdin.
 
Árið 1488 neyddist Frans þó til að fallast á að dóttir hans mætti ekki giftast án samþykkis Frakkakonungs. Hann dó svo [[9. september]] sama ár og bretónskir ráðamenn giftu Önnu [[Maximilian 1.I (HRR)|Maxímilíian 1.]] af Austurríki, síðar keisara, [[19. desember]] [[1490]]. Brúðguminn var þó ekki á staðnum, heldur var notast við [[staðgengilsbrúðkaup|staðgengil]].
 
== Anna og Karl 8. ==