„Grikkland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
mEkkert breytingarágrip
Lína 42:
Grikkland er aðili að [[Evrópusambandið|Evrópusambandinu]], [[Evrópuráðið|Evrópuráðinu]], [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalaginu]] og [[OECD]]. Landið er [[hátekjuland]] og stærsta hagkerfi Balkanskagans.
 
Grikkland er heimaland [[ólympíuleikarnir|ólympíuleikanna]]. Fyrstu nútíma ólympíuleikarnir voru haldnir í Grikklandi árið 1896 og [[sumarólympíuleikar]]nir voru haldnir í [[Aþena|Aþenu]] höfuðborg Grikklands árið 2004.

==Heiti ==
 
Heiti Grikklands á flestum erlendum málum er dregið af latneska heitinu ''Graecia'' (dregið af gríska heitinu Γραικός) sem var upprunalega heiti á íbúum borgar í [[Böótía|Böótíu]]. Á forngrísku er heiti landsins Ἑλλάς ''Hellas'' eða Ἑλλάδα ''Hellada''. Í nokkrum Asíumálum er heiti landsins dregið af [[Jónía|Jóníu]] sem var grískt ríki í [[Litla-Asía|Litlu-Asíu]] því orðið यवन ''yawan'' í [[sanskrít]] er dregið af því.