„Cristiano Ronaldo“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
morgu
m Tók aftur breytingar 46.239.196.60 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Berserkur
Lína 1:
{{Knattspyrnumaður
Christiano Ronaldo er frábær knattspyrnumaður sem spilar sem portúgalska landsliðinu og Real Madrid í spænsku úrvaldsdeildinni.
|nafn= Cristiano Ronaldo
|mynd= [[Mynd:Shahter-Reak M 2015 (18).jpg|200px]]
|fullt nafn= Cristiano Ronaldo dos Santos Aveiro
|fæðingardagur= {{fæðingardagur og aldur|1985|2|5}}
|fæðingarbær= [[Funchal]], [[Madeira]]
|fæðingarland= [[Portúgal]]
|dánardagur=
|dánarbær=
|dánarland=
|hæð= 1,86 m
|staða= framherji/kantmadur
|núverandi lið= [[Real Madrid]]
|númer= 7
|ár í yngri flokkum= 1993–1995<br />1995–1997<br />1997–2001
|yngriflokkalið= [[C.F. Andorinha|CF Andorinha]]<br />[[C.D. Nacional|CD Nacional]]<br />[[Sporting Clube de Portugal|Sporting CP]]
|ár= 2001–2003<br />2003–2009<br />2009–
|lið= [[Sporting Clube de Portugal|Sporting CP]]<br />[[Manchester United F.C.|Manchester United]]<br />[[Real Madrid]]
|leikir (mörk)= 25 (5)<br />196 (84)<br />265 (285)
|landsliðsár= 2002–2003<br />2003–
|landslið= [[U21-landslið Portúgals karla í knattspyrnu|Portúgal U-21]]<br />[[Karlalandslið Portúgals í knattspyrnu|Portúgal]]
|landsliðsleikir (mörk)= 2 (1)<br /> 138 (71)
|þjálfaraár=
|þjálfað lið=
|mfuppfært=
|lluppfært=
}}
[[Mynd:Cristiano Ronaldo and Lionel Messi - Portugal vs Argentina, 9th February 2011.jpg|thumb|Ronaldo og [[Lionel Messi]]. Portúgal á móti Argentínu.]]
'''Cristiano Ronaldo''' (fullt nafn '''Cristiano Ronaldo dos Santos Aveiro''', fæddur [[5. febrúar]] [[1985]]) er [[portúgal]]skur [[Knattspyrna|knattspyrnumaður]]. Ronaldo er framliggjandi miðjumaður og vinstri kantmaður.
 
Hann hóf feril hjá [[Sporting Lissabon]] en var síðan keyptur til [[Manchester United]] þar sem hann gerði garðinn frægan. Hann leikur nú með spænska liðinu [[Real Madrid]] en hann var keyptur til liðsins frá United á 80 milljónir punda í júní 2009. Hann var kjörinn knattspyrnumaður ársins af [[FIFA]] árið 2008, 2013, 2014 og 2016.
 
Leikni Ronaldo með boltann er mikil og er hann með mestu [[jafnvíga|jafnvígur á báða fætur]] og getur því spilað báðum megin á vellinum. Hann er þekktur fyrir skærin sem hann tekur og fær bæði hrós og gagnrýni fyrir þau. Á öðru tímabili sínu hjá Manchester breyttist leikstíllinn úr einmenningsleik í liðsleik en líklega er [[Diego Maradona|Maradona]] ein af fyrirmyndum hans hvað varðar sólun og skæri.
 
Ronaldo hefur skorað meira en 600 mörk fyrir félagslið og landslið. Hann er sá fyrsti til að ná 50 mörkum sex sinnum í röð með félagi sínu og sá fyrsti til að ná 100 mörkum í Evrópukeppnum. Hann er sá markahæsti í [[Meistaradeild Evrópu]].
 
== Ævi ==
Ronaldo fæddist þann 5. febrúar 1985 kemur frá [[Funchal]] á [[Madeira]]-eyjum. Hann var yngsti sonur foreldra sinna, Maria Dolores dos Santos Aveiro og José Dinis Aveiro. Hann fékk seinna nafn sitt í höfuð á þáverandi [[Forseti Bandaríkjanna|Bandaríkjaforseta]] [[Ronald Reagan]], en Reagan var í miklu uppáhaldi hjá föður Ronaldo. Ronaldo á einn eldri bróður, Hugo, og tvær eldri systur, þær Elma og Liliana Cátia. Ronaldo á einn son en hefur ekki gefið upp hver barnsmóðirin er.
 
== Sporting CP ==
Þegar Ronaldo var tólf ára var hann farinn að hlaupa af sér fullorðna menn og gat því hæglega spilað með eldri flokkum í félagi sínu. Ferilinn hóf hann hjá [[Nacional]] stærsta liði Madeira eyja, en fór fljótlega til Sporting Lissabon og í fyrsta leik sínum skoraði hann tvö mörk, draumabyrjun hjá liðinu sem hann hafði alla tíð haldið með. [[Alex Ferguson]] tók eftir honum í æfingaleik sem Manchester United spilaði við Sporting Lissabon og fékk strax áhuga á að fá hann til liðs við Manchester United. Lærisveinar hans sögðu við hann að hann yrði að kaupa þennan dreng og svo fór að hann var keyptur haustið 2003.
 
== Manchester United ==
Ronaldo varð fyrsti Portúgalinn í herbúðum United þegar hann var keyptur á £12.24 milljónir punda árið 2003. Hann bað um treyju númer 28 (númerið hans hjá Sporting) en Ferguson sagði að hann skildi bera treyju nr. 7 sem er í goðsagnakennd í herbúðum United en leikmenn eins og David Beckham og Eric Cantona hafa borið þetta númer. Fyrsti leikur Ronaldos fyrir Manchester United var gegn [[Bolton Wanderers]] í 4-0 sigri. Hans fyrsta mark úr aukaspyrnu var hins vegar gegn [[Portsmouth F.C.|Portsmouth]] þann 1. nóvember 2003 í 3-0 sigri þeirra rauðklæddu. Fyrsti titill Ronaldos kom í hús þegar Manchester United urðu bikarmeistarar leiktíðina 2003-04. Síðan þá hefur hann unnið ensku úrvalsdeildina 3 sinnum, deildarbikarinn og samfélagsskjöldinn tvisvar og United orðið Evrópumeistari- og heimsmeistari félagsliða einu sinni en það var árið 2008.
 
Þann 11. júní 2009 samþykkti Manchester United kauptilboð Real Madrid í Ronaldo upp á 80 milljónir punda eða 13 milljarða íslenskra króna.
 
==Real Madrid==
Um 80.000 aðdáendur hylltu Ronaldo á kynningu hans á [[Santiago Bernabéu]] þegar hann kom til Real árið 2009. Ronaldo spilaði fyrstu undir númerinu 9 þar sem 7 var upptekið af Raúl en tímabilið 2010-2011 fékk hann aftur treyju númer 7. Á tímabilinu 2011–12 skoraði hann 60 mörk í öllum keppnum og hafði aldrei skorað svo mikið. En tímabilið 2014–15 sló hann það með 61 mark. Tímabilið 2014-2015 skoraði Ronaldo 5 mörk í 9–1 sigri á Granada. Real Madrid hafði unnið 22 leiki í röð í byrjun tímabils áður en það tapaði gegn Valencia. Tímabilið 2015–16 fór Ronaldo fram úr Raúl sem mesti markaskorari liðsins með 230 mörk. Hann hafði þá skorað meira en 50 mörk á tímabilinu sjötta skiptið í röð.
 
Í lok árs 2016 skoraði Ronaldo 500. mark sitt í öllum keppnum (377 fyrir Madrid, 118 fyrir Manchester United og 5 fyrir Sporting Lisbon). Hann skrifaði undir samning við Real Madrid þangað til árið 2021.
 
Árið 2017 í úrslitum Meistaradeildarinnar, skoraði hann tvö mörk í sigri gegn [[Juventus]] og varð markahæstur í Meistaradeildinni fimmta árið í röð.
 
== Landslið Portúgals ==
Fyrsti landsliðsleikur Ronaldo var fyrir [[Portúgal]] gegn [[Kasakstan]] haustið 2003 og skoraði hann eina mark liðs síns í upphafsleik Evrópumeistaramótsins 2004 gegn Grikkjum. Ronaldo er fyrirliði portúgalska landsliðsins. Árið 2016 varð Ronaldo Evrópumeistari með landsliðinu.
 
{{Gullknötturinn}}
{{fe|1985}}
 
Endilega gerið meira því það var búið að stroka allt út.
[[Flokkur:Portúgalskir knattspyrnumenn]]
[[Flokkur:Leikmenn Manchester United]]